Örvitinn

Blöðin í dag, er Stúdentablaðið grín?

Sniðugt að senda grínútgáfu af Stúdentablaðinu til allra landsmanna. Alvöru blaðið kemur eflaust eftir páska. "Alvöru" ritstjóri færi varla að senda frá sér svona blað, eða hvað?

Annars eru fínar greinar þarna inn á milli og t.d. afar áhugavert viðtal við leiðtoga Hamas, en þessar barnalegu andkapítalísku greinar og 11. sept áróður Elíasar Davíðssonar eyðileggja blaðið. Maður fær það á tilfinninguna að þetta sé framhaldsskólablað en ekki blað nemenda við Háskóla Íslands.

Og í gvuðanna bænum, skiptið um letur á fyrirsögnum. Þetta er bæði ljótt og óskýrt.

Í Blaðinu er viðtal við biskup. Svosem fátt merkilegt sem kemur þar fram en það er eitt sem ég velti fyrir mér. Var orðið "vantrúaðir" notað jafn reglulega áður en Vantrúarvefurinn fór í loftið?

17:00
Einar Örn er ekkert sérlega ánægður með Stúdentablaðið enda birtist auglýsing sem hann kaupir við hliðina á grein sem rakkar niður kapítalismann!

fjölmiðlar