Örvitinn

V for Vendetta

Skelltum okkur í kvikmyndhús í kvöld og kíktum á V for Vendetta í Álfabakka.

Þessi kvikmyndaferð var peninganna virði*, skemmtileg og töff mynd. Natalie Portman er líka sæt, sérstaklega þegar hún er búin að snoða sig. Pólitíski áróðurinn beittur, hræðsluáróðursáróðurinn ótrúlega kunnuglegur. Sá ekki betur en að fuglaflensan kæmist í fréttirnar.

*Reyndar er það ekkert annað en geðbilun að það kosti 1600 fyrir tvo í bíó, fyrir utan að popp og gos er ekki beinlínis gefins í kvikmyndahúsum borgarinnar

kvikmyndir
Athugasemdir

Bragi Skaftason - 14/04/06 09:26 #

Prófaðu þessa geðveiki. Tveir miðar: 1600,- Tvær bíó þrennur: 900,- Samtals: 2500,-

meðallaun Íslendings 1480,- Vinnustundir sem þarf til að greiða fyrir bíó: 3,2

sirrý - 14/04/06 12:35 #

Ég var að spá í að hringja í ykkur í gær og gá hvort það væri stemning fyrir að koma með okkur út að borða fórum á indian mangó, en hugsaði þau eru ekki með pössun :C)

Já það er bilun hvað kostar í bíó og bilun að það kosti 800 kr fyrir eldri en 7 ára