Örvitinn

Go! Sudoku á PSP

Áróra Ósk fékk PSP leikjatölvu í fermingargjöf ogþrjá leiki. Einn leikjanna er frekar einfaldur sudoku leikur. Ég hef af og til leyst sudoku þrautir í blöðunum og er svosem alveg sæmilegur en ég verð að segja eins og er, ég er kolfallinn fyrir þessum sudoku leik í PSP.

Þetta er náttúrulega bara sudoku, nema hvað, maður fær villumeldingu þegar maður gerir villu (getur gert fimm villur) og spilað er á tíma. Markmiðið er semsagt að eiga besta tímann á hverri þraut.

Ég hélt ég væri að standa mig rosalega vel þar til ég skoðaði listann yfir bestu tímana og sá að Hrund hefur verið að spila og er greinilega ansi öflug. Ég þarf að æfa mig svo ég nái að komast á topplista sem hún einokar þessa stundina. En fjandakornið, það eru tveir tímar búnir að hverfa í þessa vitleysu í nótt. Ætla að taka eina þraut í viðbót áður en ég fer að sofa!

tölvuleikir
Athugasemdir

sirrý - 14/04/06 10:33 #

Ég spila sudoku annsi oft á netinu http://www.leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=459 Mér finnst það mjög gaman en eins og þú segir svakalegur tímaþjófur.

Gummi Jóh - 14/04/06 12:40 #

Ef nördinn í þér er svo hress yfir páskana má benda á hversu auðvelt er að hakka PSP svo það sé hægt að spila t.d. Nintendo og Super Nintendo leiki í gegnum emulatora sem og gömlu Lucasarts leikina. Svo má líka spila PSP leiki sem að maður hefur fengið í gegnum aðrar leiðir.

Matti - 16/04/06 14:26 #

Þú segir nokkuð, ég hef ekkert spáð í þessum möguleika.