Örvitinn

Komin heim úr bústað

Skelltum okkur í bústað á föstudaginn og komum heim í dag (tímanlega fyrir Liverpool leikinn). Höfðum það gott í bústað, átum grillmat, spiluðum sudoku á PSP og ég kláraði að lesa bók. Skrifa um hana bráðlega.

Sökum hæfilegrar vænisýki skrifa ég helst ekki um bústaðaferðir áður en við förum, maður vill ekki auglýsa tómst hús á veraldarvefnum.

Tók nokkrar myndir.

dagbók
Athugasemdir

Einar - 18/04/06 13:37 #

Á títt uppfærðum blogsíðum mætti nokkuð auðveldlega sjá út ef eigandi er að heiman og ekki tengdur við umheiminn, þ.e. tímann á milli færslna og sérstaklega yfir páskahelgi :-)

Matti - 18/04/06 13:48 #

Já ég veit, ég spáði líka í því - var að spá hvort ég gæti bloggað gegnum símann frá bústað :-)

Annars er hægt að skrifa færslur fram í tímann með MovableType, spurning um að gera það næst. Geyma kvikmynda- og bókarýni og birta þegar maður er að heiman.