Æi af hverju geri ég þetta
Tíu mínútum eftir miðnætti er ég strax farinn að sjá eftir því að hafa sent inn mynd í keppni á ljósmyndakeppni. Fyrstu einkunnir skelfilegar og ég rifja upp að ég virðist ekki eiga heima á þessum vef (þrátt fyrir á tíðum ágætan árangur), nenni einfaldlega ekki að eyða tíma í að brenna ský, finnst það ljót og leiðinleg klisja!
Aftur á móti hef ég fikrað mig áfram á flickr, þar sem ég hef verið að prófa hópa sem ganga út á einkunnagjafir. Það virkar þannig að maður sendir mynd í hópinn og gefur svo síðustu fimm myndum á undan einkunn. Reyndar voru einkunnir þar í hærra lagi svosem, en maður fær þó feedback.
. Það er reyndar ansi góð æfing að gefa myndum einkunnir og fjalla um þær. Hef því verið að gefa nokkur komment á flickr í kvöld. Maður lærir rosalega mikið á því að rembast við að koma orðum að því sem manni finnst gott og ekki alveg jafn gott við annarra myndir.
Hvað um það, ég setti inn myndir á myndasíðuna, er ánægður með þessar tvær af Ingu Maríu og Kollu. Myndi eflaust fá lágt fyrir þær báðar á lmk.is :-) (flestir myndu draga myndina af Kollu niður um svona 4 heila vegna þess að það er oflýstur blettur á hárinu, ég get lagað þetta í Raw vinnslu en nenni því ekki)
Sótti ókeypis uppfærslu af Dxo Optics í dag, nú er kominn stuðningur við Sigma 10-20 linsuna. Þarf að leika mér meira með hana á næstunni.