Örvitinn

Andríki og ríkisfermingar

Ætli and í Andríki standi fyrir andvarpið sem ég missi út úr mér þegar ég les svona dellu?

Vonandi er raunveruleg ástæða fyrir „borgaralegum fermingum“ ekki einfaldlega sú að eitthvert fólk hefur ama af því hvílíkur fjöldi ungmenna velur að láta ferma sig í kristnum kirkjum landsins, og vill reyna að lækka það hlutfall með einhverjum ráðum, vill beinlínis að eitthvað komi „í stað kirkjulegrar fermingar“.

Ég myndi spyrja Andríkisbjánana, hversu stór hluti þeirra sem fermast í kirkjum landsins séu raunverulega kristnir? Hver hagnast á þessum massívu kirkjufermingum? Hverjir raka inn tugmilljónum á ári fyrir að ferma börn sem þeir vita vel að eru langflest alls ekkert trúuð og munu ekki sjást aftur í kirkju fyrr en þau gifta sig eða gefa upp öndina.

Þvínæst myndi ég spyrja þá hvað þeir sjái eiginlega að því að boðið sé upp á valkost, eru valkostir ekki kjarninn á bak við hugmyndafræði þeirra? Nei, Andríkismenn vilja bara eina ríkisfermingu sem ríkiskirkjan stendur á bak við. Vei allri samkeppni á þessu sviði !

Svo myndi ég benda þeim á umræðunar við þessa Vantrúargrein, en þar er fjallað ítarlega um Borgaralegar fermingar.

Ég held að Andríkismenn ættu að hætta að tjá sig um að þrennt. Strætó, reykingar og trúmál. Ég man ennþá ekki eftir því að hafa lesið gáfulega grein um þetta þrennt hjá þeim en þó eru greinarnar sem þessu tengjast nokkuð margar.

Ýmislegt
Athugasemdir

Binni - 22/04/06 13:14 #

Mér hafa alltaf þótt borgaralegar fermingar hallærisleg eftirherma. Hvaða þörf er til þess að ferma ungmenni?

Matti - 22/04/06 18:47 #

Hvaða þörf er til þess að ferma ungmenni?

Tja, ég get tekið undir þá spurningu. Ég sé enga þörf fyrir fermingu per se.

Mér hafa alltaf þótt borgaralegar fermingar hallærisleg eftirherma.

Tja, kristna fermingar í samtímanum eru náttúrulega ótrúlega hallærislegar, þannig að það er við hæfi að til sé hallærisleg eftirherma. Annars vísa ég á umræðuna á Vantrú þar sem fulltrúar Siðmenntar eru meðal þeirra sem ræða þessa mál.

Hér vildi ég benda á þessi undarlegu sinnaskipti Andríkismanna þar sem þeir agnúast út í samkeppni og verja einokun á einu tilteknu sviði.

Hjalti - 23/04/06 17:38 #

Mér hefur alltaf þótt kristilega fermingin vera hallærisleg eftirherma á manndómsvígslu.

Sverrir - 24/04/06 16:19 #

Sama djöfullega samsærið er á bak við framboð annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í þingkosningum. Hinir flokkarnir öfundast út í fylgi Sjallanna og „reyna að lækka það hlutfall með einhverjum ráðum“, t.d. þeim að bjóða upp á aðra valkosti. Þetta er auðvitað hneyksli.

Matti - 24/04/06 20:06 #

hehe