Örvitinn

Diskurinn er það

Sótti tölvuna úr viðgerð áðan, reyndar hafði ekkert komið út úr því en ég átti svosem von á því. Það þarf nefnilega að reyna dálítið á vélina til að fá þetta fram.

Ég skellti henni því hér á netið og kóperaði helling á vélina, þar sem harði diskurinn er ekki í DMA veldur diskafritun miklu CPU álagi. Eftir korter í 100% cpu var svo kominn bláskjár og það sem meira er, sarg í diskinn. Ég fer með vélina aftur í Hugver eftir helgi og þá skipta þeir um disk (og allt í ábyrgð). Sem betur fer er ég búinn að kópera allt sem skiptir máli, þ.e.a.s. ljósmyndir og slík gögn. En ég vona að þeir nái að afrita gögn yfir á nýjan disk því það er hellingur af hugbúnaði á vélinni sem verður óttalegt maus að setja upp aftur.

Ætla að ræða við þá um að setja stærri disk í vélina, 40GB er í það minnsta. Munar ekki það miklu í verði á þessum diskum (munar 4.000 á 40 og 80GB disk) þannig að ég borga bara muninn. Stækkaði minnið úr 512MB í 1GB í dag, það munar miklu um það í myndvinnslunni (sá ég meðan vélin lifði enn í dag)

tölvuvesen
Athugasemdir

Einar Hr - 29/04/06 00:12 #

Þetta er eitthvað að ganga með diskana, einhver pest. Bilaði harði diskurinn hjá mér um daginn bara si svona, fékk nýjann og 10 dagar eftir af 2 ára ábyrgðinni (rétt slapp fyrir horn. svo bilaði hjá vini mínum diskurinn í vikugamalli tölvu, svo þetta er eitthvað spooky,

Matti - 30/04/06 15:05 #

Ég googlaði þennan disk sem er í vélinni minni og rakst á umsagnir þar sem talað var um að þessi tiltekna týpa væri ekki mjög áræðanleg. Vel getur verið að þar hafi bara óheppnir notendur verið á ferð, ég veit það ekki. Allir harðir diskar geta hrunið, lítið við því að gera.