Örvitinn

Fyrsta tönnin farin

Kolla búin að missa eina tönnKollu varð að ósk sinni og missti sína fyrstu tönn í leikskólanum, hún hafði haft miklar áhyggjur af því síðustu vikur að tönnin myndi fara annars staðar, það er víst mesta sportið að missa tönnina í leikskólanum. Tók brosandi á móti mér þegar ég sótti hana, með tönnina í plastpoka. Harpa hafði manað hana til að juða tönninni aðeins og að sjálfsögðu datt hún, ég veit ekki á hverju þessi tönn hékk en lítið var það síðustu daga.

Tannálfurinn þarf víst að punga út fé í nótt, hvað er gangverðið á fyrstu tönn þessa dagana?

fjölskyldan
Athugasemdir

sirrý - 02/05/06 19:32 #

Til hamingju með tann missinn Kolla. Það er spurning hvað það Tannálfurinn borgar mikið, því miður er það örugglega misjafnt. En hvað ca 500 fyrsta og svo 100-200 kr á tönn ja ég veit ekki kannski er ég gamaldags

Eyja - 02/05/06 20:38 #

500 krónur? Jæks. Ég hef ekki stundað svona tanngreiðslur nema í Bandaríkjunum og þar var það dollari á tönnina.

Matti - 02/05/06 21:13 #

Ég held ég láti hundrað krónu pening duga :-)

sirrý - 02/05/06 22:48 #

ég held að ég hafi borgað 100 kr fyrir tönnina en veit að margir borga meira fyrir fyrstu en svo eru margir að borga mikið meira.

Matti - 03/05/06 08:25 #

Ég (uh, ég meinti tannálfurinn) borgaði 102kr fyrir tönnina.

Þess má geta að Kolla veit alveg hver tannálfurinn er á þessu heimili.

Eva - 03/05/06 09:58 #

Ég hélt að tannálfurinn hefði þann siðinn að borga bara tannfé fyrir fyrstu tönn. Heima hjá mér var tannféð 500 krónur.

Eyja - 03/05/06 10:47 #

Einhverra hluta vegna leiðist mér þetta tannálfsstúss. Þó tókst miðbarninu að hafa okkur foreldrana út í þetta eftir mikið suð meðan við bjuggum í BNA en ég er að hugsa um að segja henni að tannálfurinn starfi bara í Ameríku (það fer víst enn ein tönnin að detta á næstunni). Og jú, hún veit að sjálfsögðu upp á hár hver hinn raunverulegi tannálfur er.

Matti - 03/05/06 12:12 #

Mér finnst þetta ekkert svo leiðinlegt, þetta er náttúrulega ansi merkilegt þegar barnatennurnar fara og ágætt að hafa svona hófleg "verðlaun".

Ég er t.d. að spá í því hvort maður eigi ekki að safna tönnunum í eitthvað box eða er það kannski léleg hugmynd? :-)

Eva - 03/05/06 12:26 #

Mér finnst voðalega skemmtileg hugmynd að safna tönnunum í box. Daníel hefur nú sjálfur verið að safna sínum í box og finnst það voðalega merkilegt.