Örvitinn

Selurinn Snorri og drottinn Gvuð

Kolla og hinir elstu krakkarnir á leikskólanum fóru að sjá brúðuleikhús í dag. Það er svosem ekki frásögum færandi. Sáu Selinn Snorra, það er varla fréttnæmt.

Sýningin var í Seljakirkju.

Haldið þið að það sé hægt að treysta þessu liði til að halda sýningu handa fimm og sex ára leikskólabörnum? Trúir því einhver - réttið upp hendi?

Að sjálfsögðu er það ekki hægt. Séra Bolli Pétur talaði við börnin um Gvuð og fór með bænir með þeim, allir fóru með bænir nema Kolla. "Pabbi, ég trúi ekki á Gvuð".

Foreldrar voru ekki spurðir álits á þessari ferð, þetta er ekki kynnt sem kristniboð. Þetta er heldur ekki hluti af heimsókn prests í leikskóla. Enda er ég viss um að einhverjir trúa því að kirkjuliðið kunni að halda aftur af sér (já ég veit, trúgirni fólks er áhugavert rannsóknarefni).

Staðreyndin er sú að Séra Bolli Pétur og kollegar hans í Seljakirkju eru að misnota aðstöðu sína. Í krafti þeirra peninga sem Þjóðkirkjan hefur bjóða þeir upp á "skemmtiatriði" fyrir leikskólabörn en nota tækifærið og stunda massívan trúaráróður og "kristniboð"*.

Séra Bolli Pétur og samstarfsfólk hans í Seljakirkju er siðlaust fólk sem kann ekki að skammast sín. Það sér ekkert athugavert við að misnota aðstöðu sína til að reyna að heilaþvo lítil börn.

(Við ritun þessa pistils hélt ég verulega mikið aftur af mér)

leikskólaprestur
Athugasemdir

frelsarinn - 16/05/06 11:06 #

Þetta er sjúklegt! Séra Bolli Pétur gengur út fyrir öll siðlegt mörk!

Jón Magnús - 16/05/06 12:58 #

Ég er farinn að halda að Séra Bolli viti ekki hvað almennt siðferði sé - hann er svo upptekinn af kristilegu siðferði að hann sér ekki að samfélagið er löngu búinn að leggja það á hilluna.

Matti - 16/05/06 13:51 #

Séra Bolli og kolleger hans eru bara flest þannig gerð að þeim finnst þetta ekkert athugavert. Þó sjá ekkert athugavert við svona gjörning.

Ég gæti trúað því að þarna sé kirkjan að leggja línurnar fyrir skólagæsluna og að það sé ástæða þess að eldri börnunum er boðið. Það er verið að reyna að véla þau í æskulýðsstarf kirkjunnar á næsta vetri.

Eva - 22/05/06 16:01 #

Og tenging selkópsins Snorra við kristindóminn er???

Við að fylgjast með starfsemi Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga, öðlasta maður reglulega nýjan skilning á orðinu frekja.