Örvitinn

DMA, PIO og XP

Ég hef tekið eftir því undanfarið þegar ég hef verið að horfa á myndbönd gegnum tölvuna að hökt hefur verið að aukast. Ég áttaði mig ekki á því hvað var að gerast, en í morgun sá ég að CPU fór í 100% meðan ég var að kópera af tölvunni yfir á aðra vél. Það sagði mér hvað var í gangi, diskurinn (til að vera alveg nákvæmur, þá er það í raun diskstýringin) var ekki lengur að nota DMA heldur PIO til að færa gögn í og úr minni.

Nú hafði ég tekið eftir því að þegar ég fékk nýja diskinn að hann notaði ULTRA DMA Mode 5 (hvorki meira né minna) og um leið varð ég var við að allt gekk mun betur, vélin var hraðvirkari og minna álag á gjörva. Því kom það mér í opna skjöldu að diskurinn væri nú allt í einu aftur farinn að þjösnast á gögnum með PIO. Eftir smá gúglun fékk ég skýringu.

Windows XP er þannig gert að ef það væri villu frá diskstýringu hækkar það teljara. Þegar sá teljari er kominn í 6 bömpar XP diskstýringu niður um eitt þrep og því keyrir diskur að lokum með hægvirkasta móti. Til að laga þetta þarf í fyrsta lagi að hreinsa þessa teljara (sem reyndar eru tékksummur) í registry, stilla diska aftur á DMA og endurræsa. Þvínæst er hægt að setja inn registry gildi sem segir XP að hætta að stressa sig svona á villunum og bömba ekki disknum niður nema þessar 6 villur komi allar í einni bunu.

Nú þarf ég bara að muna eftir því að tékka á þessu reglulega. T.d. væri sniðugt að skrifa lítið forrit sem athugar þessi gildi og lætur vita ef diskurinn er skyndilega kominn í þennan ömurlega PIO ham.

Mæli með því að fólk skelli sér í Devide Manager í windows (hægri smella á My Computer, velja properties og þar hardware flipann), hægri smelli á Primary IDE Channel (sem er undir IDE/ATA/ATAPI controllers), velji Advanced settings og fullvissi sig um að diskurinn sé að nota DMA en ekki PIO.

tölvuvesen