Örvitinn

Dagurinn

ÁsmundarsafnVið kíktum í Ásmundarsafn í dag. Ég man ekki eftir því að hafa komið þar áður. Maður á eiginlega ekki að segja frá því.

Hvað um það, mér þótti gaman að skoða safnið og stelpurnar voru hrifnar. Dunduðu sér við að teikna og föndra. Mér þótti reyndar áhugaverðast að skoða húsið, þetta er mögnuð bygging og gaman að kynna sér sögu þess.

Vorum með fjölskyldukvöldmatinn. Ég eldaði lasagna í tilefni kuldans. Bjó til ferskt pasta, í fyrsta sinn sem ég kaupi ekki lasagna plöturnar. Í bókunum er mælt með því að plöturnar séu soðnar fyrir samsetningu, ég sleppi því, sé ekki tilganginn með því þar sem pastað eldast í réttinum. Þetta kom afar vel út, a.m.k. kvartaði enginn :-)

dagbók