Örvitinn

Bremsuviðgerð

Fór með bílinn á verkstæði í dag til að laga bremsur að aftan. Strákarnir í Max1 redduðu þessu, ég þurfti ekki að panta tíma, mætti bara með bílinn um tíu í morgun. þeir skiptu um klossa og diska að aftan og skelltu sumardekkjunum undir.

Þetta var ekki alveg ókeypis þar sem það þurfi að endurnýja diska, ég borgaði 25k.

Það sem er svekkjandi við þetta mál er að ég fór með bílinn á verkstæði Bílheima/Ingvars Helgasonar (mér finnst það ekki boða gott að heimasíður fyrirtækisins liggja niðri og hafa gert í nokkurn tíma) fyrir rétt rúmum mánuði. Eitt af því sem ég bað þá að skoða var ískur sem kom frá bremsum að aftan. Þeirra úrskurður var að ekkert þyrfti að gera við bremsur í bili, nóg væri að gera við þær næst þegar ég kæmi sem gera mátti ráð fyrir að væri efttir a.m.k. hálft ár. Viku síðar fór ég með bílinn í skoðun þar sem í ljós kom að það munaði 60% á bremsum að aftan og viku eftir það var farið að heyrast stöðugt málmhljóð frá afturdekkjum. það er semsagt alveg ljóst að það hefði þurft að gera við bremsurnar þegar ég fór með bílinn á verkstæði Ingvars Helgasonar. Ég hef reyndar rökstuddan grun um að þeir hafi ekkert skoðað bremsurnar í það skipti.

Ýmislegt