Örvitinn

Fegurðarsamkeppnin

Við horfðum á Ungfrú Ísland á Skjá1 í gærkvöldi! Ýmislegt vakti athygli mína. Hvað var til dæmis málið með þessu kúlu sem var búið að setja á hausinn á stúlkunum? Hvað var málið með lýsingunan þegar þær voru að rölta um í Blá lóninu, það sást varla framan í þær, lýsingin (sólin) var það hörð? Myndatakan þar var hreinasta hörmung og stelpurnar stífar eins og spítukallar, væntanlega hefur verið skítakuldi þegar atriðið var tekið upp.

Sigurvegari kvöldsins var þó vinkona Ásdísar, stúlkunnar sem endaði í öðru sæti. Úti í sal var semsagt stúlka sem öskraði af lífs og sálar kröftum allt kvöldið og þegar búið var að tilkynna þriðja sætið hrópaði hún "þú tekur þetta Ásdís" líkt og hún héldi að Ásdís gæti tekið sérstaklega vel á því á lokasprettinum og hirt dolluna í stað þess að standa brosandi á sviðinu og bíða eftir að úrskurður dómnefndar væri lesinn upp. Mér þótti fögnuður vinkonunnar blendinn þegar í ljós kom að Ásdís endaði í öðru en ekki fyrsta sæti.

Árni bendir á hve lagavalið var undarlegt þegar sungið var um einstæðar mæður á féló þegar dekurrófur ráfuðu um sviðið.

En við horfðum semsagt á þetta og sáum Unni detta, ætli það hafi ekki verið það áhugaverðasta við þessa sýningu.

feminismi