Örvitinn

Sjónvarpsauglýsing Orkuveitunnar

Í kvöld sá ég afar langa sjónvarpsauglýsingu frá Orkuveitunni. Þar er sungið og trallað, rafmagnið dásamað og ég veit ekki hvað. Einstaklega undarlegt allt saman.

Fyrst hélt ég að þetta væri grín en svo virðist ekki vera. Nema húmorinn sé svona djúpur að ég hafi ekki náð honum.

Ég get ekki að því gert, en mér þótti þetta frekar skelfileg auglýsing, hálf ... fasísk, þannig virkaði hún á mig, svona eitthvað svipað og maður sér stundum í bíómyndum þegar verið er að sýna ósannfærandi áróðursefni sem samt virkar til að sefja pöpulinn.

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 02/06/06 07:57 #

Ég veit ekki með fasísk en hún var allavega ekki að heilla mig.

Eva - 02/06/06 08:29 #

Ég upplifði þetta á svipaðan hátt og þú Matti. Ég dreg í efa að það sé mikil þörf á að auglýsa Orkuveituna í þeim tilgangi að selja rafmagn og heitt vatn. Ég held að þessi auglýsing þjóni frekar þeim tilgangi að fegra ímynd Orkuveitunnar og styrkja þá ranghugmynd að virkjanabrjálæðið komi til af þörf venjulegra heimila fyrir raforku.

Eyja - 02/06/06 08:58 #

Já, það er alltaf dálítið skrýtið þegar fyrirtæki sem við neyðumst hvort eð er öll til að skipta við fara að nota peningana okkar til að búa til dýrar auglýsingar.

Sirrý - 02/06/06 09:33 #

Ohh já sá þessa auglýsingu gat ekki annað en hlegið þrátt fyrir að finnas hún ekki fyndin heldir yfirmáta hallærisleg. En nú er auðvitað komin Júní og þá er komin samkepni í þessum bransa þannig að kannski þurfa þeir að minna á sig.

Jón Magnús - 02/06/06 10:44 #

Mér fannst þessi auglýsing fáránleg. Að fyrirtæki í einnotkunaraðstöðu sé að eyða fullt af peningum af fé almennings í að búa til fokdýra auglýsingu og sýna hana á bestu auglýsingatímunum í sjónvarpinu er algerlega út í hött!

Ef þessi auglýsing hefði farið í loftið fyrir kosning þá hefðu menn sagt eitthvað. Ég held að það sé ekki tilviljun að hún fer í loftið eftir kosningar.

Djöfulsins rugl í þessu hálvitum þarna í OR. Það þarf eitthvað að taka til þarna, það er greinilegt að þeir eru með óráði.

Matti - 02/06/06 15:26 #

"Fasísk" var bara það næsta sem ég komst að lýsa þeim hughrifum sem ég upplifði við að horfa á þessa auglýsingu.

Já það styttist í samkeppni í raforkugeiranum, þá verður einmitt hægt að leggja 10-20% markaðskostnaðarálag á rafmagnið sem heimilin kaupa :-|

Gunnar - 02/06/06 21:32 #

Ég hef ekki séð þessa auglýsingu. Er hún eins scary og þetta?

Matti - 03/06/06 13:39 #

Þessar co2 auglýsingar eru ótrúlegar.