Örvitinn

Prison Break, 24^5 og Lost^2

Síðustu vikur hef ég klárað þessar þrjár sjónvarpsseríur. Hér fyrir neðan fjalla ég örstutt um þær og uppljóstra meðal annars um efni þeirra, ekki lesa framhaldið ef þú villt ekki að ég spilli fyrir þér restinni af einhverri seríunni.

24 - fimmta sería

Mér fannst þessi fimmta sería af 24 ansi vel heppnuð. Plottið var ágætt og það var sterkur leikur að láta samsærið ná til forsetans. Samt var ýmislegt ansi ódýrt í seríunni, allt plottið í kringum hljóðupptökuna sem tengdi forsetann við morðið á Palmer fyrrum forseta var fáránlegt. Hversu oft höfum við ekki sé fólk senda skrár í þessum þáttum, þeir virðast vera með helvíti flotta og fullkomna síma en akkúrat þegar Jack Bauer þarf að koma afriti af hljóði verður hann að hlaupa með það sjálfur í hús þar sem það glatast svo! Kommon, maðurinn hefðu getað hringt í símsvara og spilað upptökuna í símtólið. Lokin á seríunni voru svo ansi vel heppnuð og að verður áhugavert að sjá hvernig næsta sería byrjar

Prison Break

Prison Break var nokkuð skemmtileg sería sem byggði þó oft á helvíti ódýrum og ósannfærandi fléttum til að halda spennu. Hver er t.d. að trúa því að fangi sem á að taka af lífi sé að vinna garðvinnu með öðrum föngum tveimur dögum fyrir aftökuna. Ég er ekki að kaupa það. Í hverjum þætti fékk maður tilefni til að segja "hvaða rugl er þetta?" Samt var þetta nokkuð skemmtilegt og það verður áhugavert að sjá hvort næsta sería verður áhugavert en þar munum við fylgjast með söguhetjunu á flótta. Flóttinn úr fangelsinu olli mér þó dálitlum vonbrigðum, ég var að voanst til þess að það yrði eitthvað óskaplega úthugsað en virkaði í raun ekki þannig í lokaþættinum.

Lost

Mér fannst þessi Lost sería nokkuð góð. Þærrirnir voru reyndar afar misjafnir en það kom ýmislegt áhugavert fram, t.d. um tilurð neðanjarðarbyrgjanna á eyjunni og hina, t.d. sú staðreynd að skeggin voru feik. Lost kemst upp með furðuleg atriði í söguþræði þar sem serían gengur út á skringilegheit.

Lok seríunnar voru ansi dramatísk, sérstaklega sprengingin í stöðinni og svo náttúrulega það hinir eru búnir að fanga aðalhetjurnar. Írakinn kemur væntanlega til bjargar í byrjun þriðju seríu. Svo er bara spurning hve lengi þeir ná að halda þessum Lost þætti gangandi, ég er ósköp hræddur um að þetta geti orðið leiðinlegt til lengdar, en kannski koma þeir með eitthvað nýtt og forvitinilegt næst

sjónvarp