Örvitinn

Fjármálaráðuneytið og Framsóknarflokkurinn

Meðal þess sem rætt var í bústað var sú staða sem upp kemur nú þegar stokka þarf upp ráðuneytum, rætt er um að Framsókn "fái" Fjármálaráðuneytið.

Væri það sterkur leikur að afhenda Framsóknarflokknum Fjármálaráðuneytið ári fyrir alþingiskosningar? Þegar ríkið þarf að halda að sér höndum, draga saman seglin og minnka útgjöld? Þegar Framsókn rær lífróður myndi ég síður vilja sjá þá sitja í ráðuneytinu þar sem peningunum er úthlutað.

Mér finnst það að minnsta kosti ekkert sérlega spennandi tilhugsun.

pólitík