Örvitinn

Trúleysingjaráðstefnan

Það styttist í trúleysingjaráðstefnuna og ekki laust við að ég sé orðinn dálítið spenntur.

Eitt samt dæmigert fyrir marga trúleysingja sem ég þekki. Hverjum öðrum dettur í hug að skipuleggja ráðstefnu í miðri heimsmeistarakeppni? Þetta er náttúrulega fólkið sem hafði mánaðarlega fundi sína á sama tíma og aðal leikirnir í enska boltanum fara fram. Ég skil þetta ekki, hvers eigum við, trúlausu fótboltabullurnar, að gjalda :-)

En ég mæti að sjálfsögðu og ætla að sjá allt sem fram fer. Er spenntur fyrir öllu en verð þó að segja að ég hlakka einna mest til að sjá Dawkins og Barker.

efahyggja