Örvitinn

200 einstaklingar

Félagar mínir í Vantrú hafa verið duglegir við að aðstoða fólk við að leiðrétta trúfélagsskráningu sína. Staðreyndin er að afskaplega margir íslendingar eru skráðir í Þjóðkirkjuna án þess að hafa nokkuð þar að gera, ekkert nema vaninn veldur því að fólk er ennþá skráð í þennan klúbb.

Í vikunni fóru Vésteinn og Kári á stjá og aðstoðuðu rangskráða einstaklinga. Ansi margir þáðu hjálpina og í dag er teljarinn á heimasíðu Vantrúar kominn í 200. Það þykir mér frábær árangur. Um leið er ljóst að áfram verður haldið og ég hlakka til að sjá þúsund á forsíðunni. Langflestir sem leiðrétt hafa skráningu sína hafa farið úr Þjóðkirkjunni og skráð sig utan trúfélaga en einhverjir hafa skráð sig í Ásatrúarfélagið.

Í dag eru sóknargjöld 8.500 krónur sem þýðir að Þjóðkirkjan verður af 1.700.000.- þökk sé Vantrú. Vissulega er þetta einungis dropi í hafið því Þjóðkirkjan veltir milljörðum og sífellt fleiri ungabörn eru sjálfkrafa skráð í söfnuði við fæðingu, en dropinn holar steininn.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 20/06/06 09:57 #

Þetta er reyndar bara frá því að við fórum að telja og þarna eru ekki teknir með þeir sem hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni án aðstoðar okkar eftir að hafa lesið Vantrú (þeir eru þónokkrir).

Matti - 20/06/06 10:04 #

Einmitt, þetta er bara hluti. Ég meina, ég er ekki inni í þessari tölu :-)

Matti - 20/06/06 16:06 #

Hjalti benti mér á að auk 8.500.- króna sóknargjalds fara 2.500.- krónur í kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Þetta eru því ellefuþúsund á haus eða 2.200.000.- sem ÞJóðkirkjan verður fær ekki að sólunda í vitleysu.

Sævar Helgi - 20/06/06 20:59 #

Ég sagði mig einmitt úr þjóðkirkjunni eftir að ég gekk í Vantrú. Ég er þannig ekki heldur inn í þessari tölu.

Frábær árangur.

Erna - 21/06/06 16:03 #

Svona fyrst kirkjan er opinber stofnun, eru þá ekki til opinberar tölur yfir það hverjir skrá sig úr henni á hverju ári?

Matti - 21/06/06 16:18 #

Á hverju ári gefur Hagstofan út tölur um fjölda meðlima í trúfélögum og þar kemur fram hve margir skrá sig í og úr trúfélaginu.

Undanfarin áratug hefur sóknarbörnum í þjóðkirkjunni fækkað hlutfallslega. Hinn 1. desember 2005 voru 84,1% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna en fyrir áratug var þetta hlutfall 91,5%. ... Utan trúfélaga voru 2,5% samanborið við 1,5% árið 1995.

Á heimasíðu Hagstofunnar er hægt að grúska í þessum gögnum.

En lög um persónuvernd hljóta að gilda um upplýsingar um einstaklinga, þannig að varla er hægt að sjá hverjir eru hvar, en það er þó hægt að sjá tölfræðina.

Ebenezer Scrooge - 21/06/06 16:44 #

En hvað svo þegar þetta utankirkjufólk hrekkur uppaf? Fær það pláss í kirkjugörðunum?

Matti - 21/06/06 16:54 #

Stutta svarið er: Hverjum er ekki sama? :-)

Langa svarið: , það fær pláss í kirkjugörðum þar sem grafreitir þjóðkirkjunnar eru öllum opnir.

Þetta er dálítið vandasamt því lög gilda um það hér á landi hvað gera má við lík. Þannig mætti ekki grafa lík mitt hvar sem er þó það væri mín ósk. En í þessum lögum segir m.a.:

4. gr. Hver maður á rétt til legstaðar þar í sókn sem hann andaðist eða var síðast heimilisfastur eða þar sem vandamenn hans, sbr. 2. gr., óska legs fyrir hann.

Einnig kemur fram að hluti kirkjugarða getur verið óvígður:

Heimilt er að afmarka óvígðan reit innan kirkjugarðssvæðis ef hlutaðeigandi kirkjugarðsstjórn samþykkir.

Í raun finnst mér fáránlegt að stjórn kirkjugarðar geti sett mótbárur við þetta, þetta ætti einfaldlega að vera skylda.

En vonir standa til að rekstur kirkjugarða fari yfir á sveitarfélög. Siðmennt hefur m.a. verið að agitera fyrir því.

Annars þarf ég að kynna mér lögin betur.

Óli Gneisti - 21/06/06 17:02 #

Gaman að því að síðan 1990 hefur Íslendingum fjölgað um 45 þúsund en sóknarbörnum þjóðkirkjunnar aðeins um 15 þúsund. 92,61% í 84,08%.

Hjalti Rúnar - 23/06/06 17:02 #

Og þess má til gamans geta að við höfum verið afskaplega latir við að bjóða fólki að leiðrétta trúfélagsskráninguna sína. Aðallega tveir dugnaðarforkar sem hafa stundað það upp á síðkastið.