Örvitinn

Sló grasið í fyrsta skipti þetta árið

Þegar ég kom heim úr vinnunni sló ég grasflötina fyrir framan hús í fyrsta skipti í sumar. Vissulega var löngu kominn tímmi á þetta en staðreyndin er að það hefur ekki verið þurrt síðasta mánuðinn eða svo, ekki fyrr en nú. Kolla aðstoðaði mig en Inga María nennti því ekki og lék sér bara í tölvunni.

Ég ákvað að bíða með garðinn fyrir aftan hús, stefni á hann í næstu viku ef það rignir ekki.

Uppgötvaði rétt í þessu að það er nákvæmlega eitt ár síðan ég sló garðinn fyrst í fyrra. Nú væri trúgjarnara fólk en ég farið að tala um kosmíska krafta :-)

Tók fyrir og eftir myndir, til hvers að slá garðinn ef maður getur ekki nýtt tækifærið til að taka myndir.

flötin fyrir framan hús, fyrir og eftir slátt

dagbók
Athugasemdir

Már - 23/06/06 15:31 #

Að raka gras og setja í poka er eitthvað það allra leiðinlegasta sem ég geri - auk þess sem það rænir lóðina af frábærum næringarefnum og lífmassa.

Þess vegna reyni ég alltaf að slá lóðina okkar á 7-10 daga fresti og skil afklippurnar eftir til að rotna.

Matti - 23/06/06 16:08 #

Ég fer meðalveginn og raka illa :-)

Sirrý - 23/06/06 18:33 #

við keyptum slátturvél með svona poka svo við þurfum ekki að raka hrein snild en kannski rænum við við því næringarefnum ?