Örvitinn

Nokkrar myndir frá trúleysingjaráðstefnu

Ég tók helling af ljósmyndum um helgina en hefði samt mátt vera duglegri. Aðstæður til myndatöku voru frekar erfiðar því það var ansi dimmt þarna inni, bakgrunnur leiðinlegur og loftið óhentugt fyrir flass.

Er búinn að setja nokkrar myndir inn, mun bæta slatta við þetta á næstu dögum, þar með myndum af öllum fyrirlesurum.

Á myndunum sem nú eru komnar eru Richard Dawkins [1,2], Annie Laurie Gaylor, Julia Sweeney, Brannon Braga og Dan Barker.

21:00
Búinn að henda inn nokkrum myndum að auki, á eftir að bæta við 10-20 myndum í viðbót.

27/06 19:00
Jæja, nú held ég að þetta sé komið. Var að bæta við slatta af myndum

myndir
Athugasemdir

Haukur Þorgeirsson - 27/06/06 12:32 #

Þetta eru ekki svo galnar myndir hjá þér. Værirðu til í að gefa þær út undir CC-BY-SA 2.5 eða GFDL til að hægt sé að nota þær á Wikipediu?

Kveðja, Haukur

Matti - 27/06/06 12:34 #

Jájá, ef þú segir mér hvernig ég fer að því :-)

Haukur Þorgeirsson - 27/06/06 12:51 #

Þú þarft ekki að gera annað en að segja "Notkun heimil skv. skilmálum X" þar sem X er frjálst leyfi sem þú getur fellt þig við. CC-BY-SA-2.5 er auðskiljanlegt og sveigjanlegt en GFDL er líka gjaldgengt og kannski betra fyrir Stallman-púrista. Best er að tiltaka einnig hvernig þú vilt að þín sé getið sbr. "You must attribute the work in the manner specified by the author or licensor." Til dæmis geturðu æskt þess að fram komi fullt nafn þitt og vefslóð.

Matti - 28/06/06 09:57 #

Ok, þarf þetta að koma fram á hverri myndasíðu eða er nóg að hafa © merki á myndasíðunni sem vísar síðu með svona texta ?

Haukur Þorgeirsson - 28/06/06 12:58 #

Það skiptir svo sem engu máli hvernig þú gerir það bara meðan það er skýrt við hvaða myndir það á. Einn hlekkur er áreiðanlega nóg.

Þú ert áhugasamur um ljósmyndasamkeppnir og finnst kannski þessi wiki-nördaskapur skemmtilegur. En myndirnar af Dawkins og félögum eru auðvitað ekki þínar bestu ljósmyndir, vandinn á Wikipediu er bara alltaf að finna e-ar myndir af fræga fólkinu sem eru undir frjálsu leyfi. Þú ert annars mjög laginn við að taka myndir af mat og smástelpum :)

Matti - 04/07/06 16:47 #

Sorry sorry, gleymdi að kommenta um það hér.

Ég nennti ekki að breyta myndaskriftinu mínu og vill alls ekki setja þessi réttindi á allar myndirnar, margar eru persónulegar og eiga ekki heima á öðrum sínum, þannig að ég gerði þetta bara á flickr síðunni.

Þessar þrjár [1, 2, 3] myndir á flickr síðunni minni eru nú með þessu leyfi.

Ef þú hefur einhverja sérstakega mynd í huga skal ég skella henni á flickr með þessum sömu skilmálum.

Ef þetta licence hentar ekki skal ég setja eitthvað annað.

Hvað segirðu, er þetta ásættanleg lausn?