Örvitinn

Dagurinn í dag

Þrátt fyrir að hafa sofið í næstum ellefu klukkstundir (reyndar með truflunum) síðustu nótt er ég óskaplega þreyttur. Þetta hlýtur að vera uppsafnað.

Fórum í grill í Heiðmörk í dag, þar voru mættir trúleysingjar, íslenskir og erlendir. Ósköp huggulegt þó það væri frekar kalt, það rigndi samt ekki. Ég tók nokkrar myndir. Vorum í Heiðmörk til að verða fjögur, þá brunaði ég heim að horfa á HM á Sýn+

Úrslitin á HM í dag voru ekki að mínu skapi. Ég sé svosem ekki eftir Englendingum og Brasilíu úr keppninni en ég get ekki sagt að ég haldi með nokkru af þessum liðum sem eftir eru. Held það sé rétt munað hjá mér að Ítalir og Portúgalir séu manna duglegastir við að gera sér upp meiðsli. Furðulegt að segja það, en ég held að Þjóðverjar séu áhugaverðasta liðið sem eftir er. Það eina sem ég er virkilega svekktur með varðandi boltann er að Liverpool mennirnir hafi klúðrað sínum vítum.

dagbók
Athugasemdir

Eyja - 01/07/06 22:37 #

Stór hluti þessara mynda ætti nú bara heima í fjölskyldualbúminu hjá mér. Sjálfri hefur mér greinilega tekist að vera aldrei almennilega í mynd hjá þér, alltaf að fela mig bak við annað fólk (ein ansi góð mynd af úlpuerminni minni).

Matti - 02/07/06 14:15 #

Ég var frekar latur við að taka myndir í gær, veigra mér stundum við að ganga á hópinn og taka myndir af öllum.