Örvitinn

Gamli bíllinn seldur

Gamli bíllinn seldist í gær. Tók ekki langan tíma. Ég hefði viljað fá aðeins meira fyrir hann en það er léttir að vera búinn að selja miðað við hve margir bílar eru á bílasölunum. Betra að selja strax fyrir aðeins lægra verð heldur en að vera með hann í hálft ár á sölu og fá ... sama lægra verð :-)

Ég held það hafi gert gæfumuninn að ég keypti nýjar felgur um daginn, bíllinn lítur afar vel út auk þess að vera í ansi góðu standi og lítið keyrður. Fórum svo og létum bóna hann og þrífa að innan á fimmtudag, tveim dögum síðar er hann seldur. Settum á hann milljón og fengum 840k en erum búin að setja um 70 í bílinn á síðustu dögum (felgur, 75.000 km skoðun og smurning, bón), maður þarf að taka það með.

Næst á dagskrá er að leita að smábíl (frúarbíl!), við leggjum ekki í að stóla á strætó næsta vetur þegar Kolla verður byrjuð í skóla, Inga María enn á leikskóla og Sjálfstæðismenn farnir að stjórna almenningssamgöngum borgarinnar :-)

Ýmislegt