Örvitinn

Síðustu dagar í myndum

Var að klára að skella inn myndum úr þessari Siglóferð.

Ein lítil gáta. Hvað er athugavert á þessari mynd?

dagbók
Athugasemdir

Kristín - 25/07/06 09:17 #

Barnið óbundið OG í miðjunni.

Matti - 25/07/06 11:13 #

Jamm, maður er svo óvanur að sjá krakka lausa í aftursæti bíls í dag að okkur krossbrá. Auðvitað bað ég Gyðu um að taka mynd.

Kunni svo ekki við að sýna bílnúmerið. Af hverju veit ég ekki!

Már - 25/07/06 15:45 #

Á þessari mynd sést inn í suður-hlutann á garðinum okkar þar sem ég lék mér alla mína barnæsku. Lengst til hægri á bak við runnana sést glitta í litla bláa árabátinn sem ég hafði til afnota á pollinum (nema þegar æðurinn þurfti frið til að verpa í hólmunum). Margra vetra snjóförg hafa nú leikið hann svo grátt að hann helst varla á floti lengur.

Þessi mynd úr króknum norðan við Ráeyri finnst mér alveg gullfalleg.

Eyja - 25/07/06 23:01 #

Getur ekki verið að þetta sé bara barnshöfuð sem haft er til skrauts þarna á aftursætishillunni?

Matti - 25/07/06 23:04 #

Hehe, neinei. Þetta var barn í aftursætinu sem stóð stundum og sneri sér fram og til baka, það var heilmikið fjör þarna afturí. Við ókum eftir þessum bíl í nokkrar mínútur á Þingvallavegi.

parisardaman - 26/07/06 05:53 #

Alveg sammála þér um að birta ekki bílnúmer. Ekki verk bloggara að vera í einhvers konar "löggu"leik og aldrei að dæma fólk án þess að vita alla söguna. Börn geta nú reynt á þolrifin stundum, ha?

Mummi - 26/07/06 10:01 #

Já, sérstaklega þegar þau liggja 30 metra úti í móa, í tætlum eftir að hafa flogið gegnum framrúðuna. Það getur tekið á hvaða foreldri sem er!