Örvitinn

Betlað fyrir unglingastarf SÁÁ

Hér er lítil ábending til þeirra sem hringja og betla fé fyrir unglingastarf SÁÁ.

Nei þýðir nei.

Átti kostulegt samtal fyrr í kvöld þar sem ég þurfti að neita þrisvar og fékk spurninguna "hvað um börnin" eftir að hafa tvisvar "afþakkað" afar kurteislega. Þriðja neitunin var aðeins ákveðnari.

Gyða hefur áður lent í svipuðu frá sömu aðilum. Að mínu mati mættu menn fara að hugsa sinn gang í þessu söfnunarstarfi SÁÁ.

Ýmislegt
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 25/07/06 23:04 #

Það er alltaf hægt að leggja bara á, ef þessir böggarar hlusta ekki á nei-ið strax og draga sig í hlé:

„Já, en söfnunarféð fer beint í að aðstoða alla þá unglinga sem...“[du du du du].

Heitir þetta ekki bara að svara ókurteisi með ókurteisi?

Matti - 25/07/06 23:15 #

Ég hef dálitla samúð með símasölufólki og reyni því að leyfa því a.m.k. að kynna vöru sína eða þjónustu áður en ég afþakka.

Ég skil bara ekki af hverju það er hringt ítrekað í mig, ég hef aldrei keypt nokkurn skapaðan hlut af símasölufólki og aldrei styrkt nokkurn sem hefur hringt í mig og óskað eftir styrk.

Eva - 25/07/06 23:41 #

Bendi á að í Nornabúðinni fæst galdur sem heitir "Sölumannafæla". Hann svínvirkar og það er ekki neitt dularfullt við hann, hvað þá gvuðdómlegt :D

Birgir Baldursson - 26/07/06 05:36 #

Hmm, flokkast það undir samúð og velvilja í garð símasölufólks að láta það vinna meiri vinnu en minni áður en það kemst að því að fyrirhöfnin er til einskis?

Birgir Baldursson - 26/07/06 05:39 #

Hmm, hvernig virkar þessi galdur, Eva? Ef ég t.d. ætlaði mér að mæta í Nornabúðina á morgun og reyna að selja þér eitthvað, myndi þá eitthvert ritúal, sem þú ert búin að framkvæma þarna, á einhvern hátt koma í veg fyrir að ég kæmist inn úr dyrunum?

Eva - 27/07/06 18:22 #

Nei en ef þú reyndir að selja mér eitthvað sem ég vil ekki, fyndir þú svo sterklega fyrir einlægni andstyggðar minnar að þú héldist sennilega ekki lengi við. Annars get ég kennt ykkur einfaldan smágaldur hér og nú, án þess að taka krónu fyrir það. Sá galdur virkar að vísu eingöngu fyrir karlmenn.

Þegar sölumaðurinn (eða konan) er búinn að segja "ég er að kynna", grípur þú fram í með másandi andardrætti, gefur frá þér lágt urr og hefur yfir töfraþuluna:

"hvernig vissirðu að ég er ekki í neinum nærbuxum"

Mun þá sölumaðurinn leggja tólið á og ekki ónáða þig framar.

Matti - 27/07/06 18:23 #

lol :-)

Kalli - 27/07/06 19:42 #

Annað hvort það eða maður hefur eignast nýjan aðdáanda. Sem veit hvar maður á heima...