Örvitinn

Grilluð bleikja í kvöldmatinn

bleikja á grilliFórum í Nóatún í dag og versluðum fersk krydduð bleikjuflök og grænmeti.

Skelltum svo öllu á grillið í kvöld. Bleikjan var alveg skelfilega góð, einn besti fiskur sem ég hef smakkað. Allir borðuðu með bestu lyst fyrir utan Ingu Maríu sem var lítið hrifin og snerti ekki fiskinn.

Það var ósköp einfalt að grillið flökin. Ég á eina fiskiklemmu og eina hamborgaraklemmu sem nýtist við að elda fisk. Las í Blaðinu í dag að grilla eigi Bleikju við háan hita í fjórar mínútur á hlið og því gerði ég það. Bleikjan var fullkominn. Var með grillaða sveppi, tómata, belgbaunir, spergilkál og kartöflur sem meðlæti og auk þess tilbúna léttsósu.

Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem við grillum fisk og í bæði skiptin höfum við verið afskaplega ánægð með niðurstöðuna. Munum því augljóslega grilla meira sjávarfang á næstunni.

matur
Athugasemdir

Sævar Helgi - 26/07/06 23:39 #

Maður fær alltaf vatn í munninn af að lesa bloggið þitt!

Linda - 28/08/06 11:45 #

mmmmmm hver þarf að skoða gestgjafinn.is með svona dásamlegar matarlýsingar og myndir :-)