Örvitinn

Þúfur

Í dag lærði ég ýmislegt um þúfur með því að kryfja nokkrar! Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og áhugavert.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 05/08/06 19:01 #

Veistu ekki að þúfur eru grafir engla? Nú hefurðu saurgað nokkrar slíkar grafir og syndgað gegn guði. Allt sem þú heldur að þú hafir lært með þessum ógeðslegu krufningum er lygi og fals, þér hefði verið nær að láta þetta í friði og trúa því sem þér fróðari segja.

Matti - 05/08/06 21:57 #

Er ég sargaði þúfurnar með bensínljá var ekki laust við að það hlakkaði í mér við tilhugsunina um englagrafirnar sem ég saurgaði. Að starfi loknu meig ég á álfastein.

Birgir Baldursson - 06/08/06 05:58 #

Eitt talandi dæmi um skaðsemi trúarhugmynda felst í því að búin eru til tabú um hin og þessi fyrirbæri, þannig að í stað þess að rannsaka, hengja menn sig í kennisetningar og bönn. Þeir veigra sér því við að leita hins sanna, athuga eðli hlutanna.

Það er ömurlegt til þess að vita að í kringum okkur er fólk sem lætur trúarhugmyndir letja sig í því að taka inn þá rökstuddu þekkingu sem samtíðin hefur fært okkur. Sköpunarsinnarnir, með sína syndafallssögu og Nóaflóð, eru rakið dæmi.