Örvitinn

Í Blóđbankanum og annađ ótengt

Fór í Blóđbankann í hádeginu og lagđi inn. Ţađ gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig ţví ekkert blóđ streymdi úr ćđum mínum ţó nálin vćri komin á kaf í handlegginn. Hóađ var í eldri og reyndari hjúkku (sú sem sá um mig var samt ekkert unglamb) og sú reynda skakađi nálinni til ţar til blóđiđ frussađist í slönguna. Alltaf fjör í bankanum. Ég skráđi mig sem stofnfrumugjafa.

Skrapp á Ítalíu međ Gyđu eftir blóđfórnina. Ţar fengum viđ ágćtt pasta en ekki frábćrt. Brauđiđ sem kom međ réttunum var ansi gott en appelsíniđ hennar Gyđu var ekkert óskaplega líkt appelsíni á bragđiđ.

Ég rakst á viđtal viđ biskup ţjóđarinnar í tímaritinu Ský (ţriđja tölublađ 2006). Óskaplega er mađurinn bitur út í trúleysingja!

En hvernig er sá á vegi staddur sem engu trúir og á sér enga trú? Er líf ţess einstaklings tómlegt? Karl segist ekki viss um ađ svo sé og telur raunar ađ fáir eigi sér enga trú. Sú vantrú sem Richard Dawkins og hans nótar bođa sé einsýn, stútfull og löđrandi af fordómum og hatri. "Ég virđi alla heiđarlega glímu viđ vanda tilverunnar og ráđgátur lífs og dauđa. En hatursfullur áróđur eins og gjarnan birtist af hálfu ţeirra sem kenna sig viđ vantrú er annarrar ćttar. Ţar á ég viđ árásir á ţađ sem heilagt er: virđingarleysi, yfirgang og gjarna ofbeldi í orđum. Framtíđin ţarfnast trúar en ekki hvađa trúar sem er. Til er hćttuleg trú sem fjötrar og nćrist á fordómum, ótta og vanmetakennd. Sjálfur ţekki ég marga efagjarna húmanista sem eru fólk međ góđan vilja. Ég ber mikla virđingu fyrir ţeim og allri heilbrigđri gagnrýnni og skynsamlegri hugsun. Út frá mínum kristnu forsendum skilgreini ég trú sem tryggđ, traust og virđingu fyrir ţví sem ćđra er, fyrir lífinu og náunganum." (Feitletranir Matti Á.)

Dálítiđ gaman ađ sjá svona sterka vísun í Vantrú hjá biskup; "sem kenna sig viđ vantrú" :-) Ćtli einhverjir reyni ekki ađ túlka ţetta ţannig ađ hann sé ađ tala um einhverja allt ađra. Annars hljóma ásakanir biskups óskaplega kunnugleg, "góđkunningi" Vantrúar hefur veriđ duglegur ađ setja fram svipađar ásakanir í gegnum tíđina en tekst aldrei ađ rökstyđja ţćr ţegar á hann er gengiđ. Biskup er í ţeirri heppilegu stöđu ađ ţurfa ekki ađ rökstyđja neitt sem hann segir.

Séra Gunnar Jóhannesson svarar grein Óla Gneista í Morgunblađinu í dag. Takiđ eftir ţví hvernig presturinn byrjar pistilinn sinn á ţví ađ gera Óla Gneista upp ofsa og persónuárásir ţegar slíkt er hvergi ađ finna í grein Óla. Ţarna styđst presturinn viđ uppáhalds gvuđssönnun mína :-)

Í grein sinni gerir Óli Gneisti athugasemdir viđ fáein atriđi í grein minni međ nokkuđ stóryrtum hćtti og vćnir mig m.a. um ađ ýkja og oftúlka orđ Dawkins. Ţó ađ mér sé ţađ sárt ađ umrćđa sem mér er annt um fari ađ snúast um persónur fremur en málefni ţá finnst mér rétt ađ svara Óla Gneista hér.

dagbók