Örvitinn

Heimsendir er í nánd

Ég held að The Daily Show hljóti að vera besti sjónvarpsþáttur í heimi. Hér fjallar Jon Stewart um heimsendaumfjöllun bandarískra fjölmiðla vegna ástandis í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ýmislegt
Athugasemdir

Kristján Atli - 11/08/06 12:29 #

Ég var búsettur útí Bandaríkjunum í septembermánuði fyrir fimm árum síðan, þegar hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað. Það var erfitt að halda haus næstu mánuðina á eftir, en svo þegar ég kom heim fyrir jólin það ár var eins og mörgum tonnum af fargi væri létt af öxlum mínum. Ég horfði á fréttir hérna heima, og hugsaði með mér: "Hjúkket, heimurinn er sem sagt ekkert að farast eftir allt saman."

Þetta er ekkert grín, þessi æsi- og óttafréttamennska þarna úti. Það að segja að fólk sé alið á ótta í Bandaríkjunum er ekki nógu sterkt til orða tekið. Það væri nær að segja að byssunni sé stöðugt beint að fólki og öskrað á það "WE'RE ALL GONNA DIEEEEE!!!!!!"

Á hverjum degi. Í hverjum fréttatíma. Í öllum fjölmiðlum. Og svo eru menn hissa af hverju hugtök eins og "War on Terror" og "Axis of Evil" virka til að sefa almenninginn í Bandaríkjunum.

Matti - 11/08/06 13:31 #

Það er eitthvað ótrúlega súrealískt við þessi myndbrot sem Jon Stewart sýnir okkur þarna. Fólk sem virðist vera eðlilegt að ræða um enda veraldar út frá spádómum Biblíunnar og Nostradamusar! þetta er ekkert annað en bilun.

Spurning hvort íslenskir fjölmiðlar séu eitthvað að stefna í sömu átt, kannski ekki alveg í Biblíutúlkanir (eitthvað þó) en a.m.k. með hræðsluáróður, eins og t.d. með dauðu álftina sem komst í fréttir og ekki má gleyma dómsdagsmánudögum Ríkissjónvarpsins.

Kristján Atli - 11/08/06 13:44 #

Ímyndaðu þér ef að dómsdagsmánudagar Ríkissjónvarpsins væru á hverjum degi, á meira og minna hverri stöð (nema kannski MTV). Ímyndaðu þér svo að hver auglýsingatími í flestum sjónvarpsþáttum væri fullur af auglýsingum þar sem Gunnar í Krossinum boðaði dómsdag og hvetti fólk til að játast Kristi áður en það er um seinan.

Þá erum við komnir nálægt því hvernig það er að vera sjónvarpsáhorfandi í USA.

Kalli - 11/08/06 14:54 #

Hann Jon Stewart er góður. Furðulegt til þess að hugsa að manni dettur í hug menn eins og hann og Trey Parker þegar maður reynir að draga til sane fjölmiðlafólk í USA.