Örvitinn

Merkur áfangi (Gyða ritskoðuð)

Í gærkvöldi var ég að rita stutta athugasemd á trú.is. Konan mín hlustaði (ég muldra oft þegar ég er að skrifa á netið) og fékk mig til að breyta textanum, eiginlega var athugasemdin að lokum algjörlega hennar. Það er svosem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá staðreynd að athugasemdin var ritskoðuð, fór semsagt ekki í loftið. Þetta er merkur áfangi því aldrei áður hefur Gyða verið ritskoðuð á netinu, ég hef svosem lent í því að athugasemdir mínar hafa horfið.

Svona var athugasemdin, sem var svar við innleggi Carlosar.

"Í umræðu sem þessari er lágmark að menn greini á milli trúar sem lífsskoðunar og trúar í merkingunni að halda eitthvað fyrir satt."

Þakka þér Carlos, þetta er einmitt það sem við Vantrúarsinnar höfum verið að reyna að segja. Vonandi nær Gunnar þessu með þinni hjálp.

Síðasti parturinn fór eitthvað fyrir brjóstið á blessuðum guðfræðingunum, þeim fannst við vera að gera lítið úr Gunnari [Jóhannessyni]! Tilgangur athugasemdarinn var að benda á að orð Carlosar voru samhljóma því sem Vantrúarsinnar hafa verið að rembast við að segja og ættu að beinast að Gunnari en það kemur hvergi fram í athugasemd Carlosar og hana má auðveldlega skilja þannig að henni sé beint að okkur Vantrúarsinnum. Ég gæti jafnvel trúað því að svo sé en það er náttúrulega algjörlega glórulaust.

Umræðan er hér.

Ýmislegt
Athugasemdir

Carlos - 12/08/06 22:56 #

Noh, Matti, feilskotið þitt kom til baka. Hefðirðu ekki reynt að tala niður til Gunnars, hefði athugasemdin ekki verið ritskoðuð. Temper, temper ;-)

Gyða - 12/08/06 23:01 #

Ég var alls ekki að reyna að tala niður til Gunnars heldur benda á að þú varst að segja nákvæmlega það sem Vantrúarsinnar hafa verið að reyna að segja en samt skrifaðir þú eins og þú værir að rífast við þá. Ef ég var að tala niður til Gunnars þá hlýtur þú að hafa verið að gera slíkt hið sama með athugasemd þinni þar sem ég var að taka undir hana. Það er langsótt að túlka síðustu orðin þannig að ég tali niður til Gunnars, eiginlega var sneyðin frekar ætluð þér!

Carlos - 12/08/06 23:10 #

Gott og vel þá er það orðið ljóst. Vonandi er líka ljóst að www.tru.is kærir sig ekki um sneiðar, hollar eða óhollar, enda er það vefsvæði ekki persónulegt blogg, þar sem ýmislegt má flakka.

Carlos - 12/08/06 23:14 #

Talandi um hver nái hverju og hver sitji háan hest, prófaðu að senda aths. aftur, án síðustu setningarinnar, og sjáðu hvort hún nái ekki inn.

Matti - 12/08/06 23:24 #

Hvað ertu að ibba gogg núna Carlos? Hár hestur ("Óskaplega setur þú þig á háan hest Gunnar!") var svar við þessum orðum Gunnars:

Sumu mun ég svara, öðru ekki! Ég mun einskorða mál mitt eingöngu við það sem snertir þessa umræðu eins og efni hennar standa til. Annað mun ég ekki ræða.

Þarna var hann semsagt að segja að annað í athugasemd minni tengdist ekki umræðunni þrátt fyrir að í öllum tilvikum væri ég að svara honum beint.

Ég er að endurskoða samskipti mín á trú.is - þykir ekki að ég hafi verðskuldað að vera ritskoðaður á þeim vettvangi (þó í raun hafi það verið konan mín sem var ritskoðuð, þið vissuð það ekki) og finnst að mér vegið.

Hve oft hafið þið félagarnir verið ritskoðaðir á þessari síðu eða Vantrú.is? Ég er nokkuð viss um að þar inn á milli eru ýmsar stærri sneiðar.

Carlos - 12/08/06 23:34 #

Tja, hesturinn hái er bein vísun í Matthías nokkurn Ásgeirsson, að mig minnir á tru.is ... þannig að já, ég var að skemmta mér við að ibba gogg og mér er verulega skemmt núna!

Á alvarlegri nótum, www.tru.is er ekki sama og vantru.is eða persónulegt blogg þitt, setur annan staðal og gott að vita að þú ert að endurskoða samskipti þín við það svæði. Batnandi manni best að lifa.

Matti - 12/08/06 23:36 #

Carlos, það er lágmarkskrafa að þú lesir athugasemdir mínar áður en þú svarar þeim. Ég vísaði sjálfur í orð mín um "háan hest" og útskýrði þau. Það er stórfurðulegt að lesa athugasemdir þínar hér í kvöld.

Carlos - 12/08/06 23:44 #

Nei, ég er farinn að sjá illa þegar nálgast miðnætti en er samt skemmt yfir því hvað þú gerir mikinn úlfalda úr þessari mýflugu.

Matti - 13/08/06 10:09 #

Ég verð að játa að ég sé ekki hvar ég geri úlfalda úr mýflugu. Sé ekki betur en ég sé einfaldlega að segja hér rétt og heiðarlega frá gangi mála.

Pétur Björgvin - 14/08/06 19:17 #

Sæl öll. Ég verð að viðurkenna að ég er hugsi yfir þessari umræðu hér, sérstaklega setningu þinni Carlos þess efnis að vantru.is og tru.is hafi ekki sama status. Að skilja á milli t.d. tru.is og persónulegs bloggs er ég fyllilega sammála, en ég átta mig ekki á eðlismun á milli tru.is og vantru.is þó svo að ég sjái stærðarmun bakhjarla þessara vefsvæða. En sá munur er líka á milli gospel.is og tru.is.

Carlos - 14/08/06 19:23 #

Orðið staðall er ekki það sama og status. Markið sem ritstjórn tru.is setur sér er annað hvað varðar umfjöllun og tilsvör en það sem vantru.is og orvitinn.com hafa tamið. Sést það t.d. á málnotkun og nálgun viðfangsefnis.

Pétur Björgvin - 14/08/06 19:56 #

...og þröskuldi hvað varðar möguleika lesendans til þess að skrá athugasemdir og svo framvegis. Skil hvað þú ert að fara Carlos og er sammála, amk fljótt á litið má ætla að staðallinn sé ekki sá sami á síðunum tveim. Báðar standa fyrir sínu á sinn hátt og engin ástæða til að vera ætlast til að þær hafi sama staðal.

Matti - 14/08/06 20:20 #

Vel má vera að vefirnir tveir, trú.is og vantrú.is hafi sitthvorn staðalinn. En athugasemdin sem var ritskoðuð á trú.is í þessu tilviku er, að mínu hógværa mati, sárasaklaus og vissulega væri svona athugasemd aldrei ritskoðuð á vantrú.is (nema reyndar ef höfundur hennar væri á svarta listanum)