Örvitinn

Ísland - Spánn í kvöld

Ég fer á leikinn í kvöld, Jón Magnús reddaði mér stúkumiða, það er náttúrulega dómaraskandall!

Eggert Magnússon formaður Knattspyrnusambands Íslands var í viðtali í Kastljós í gærkvöldi.

Þar var verið að ræða um landsleikinn og Eggert var spurður út í Spænska liði. Jújú, það er gríðarlega spennandi lið að sögn Eggerts og svo taldi hann upp leikmenn: Leikmenn Arsenal, Fabregas og Reyes, svo er eitt helsta ungstirni heimsins þarna líka, Torres og ekki má gleyma kóngingum sjálfum, Raúl. Og þar með lauk upptalningu.

Ég vil bara benda Eggert á að ég fer á völlinn til að sjá þrjá leikmenn Liverpool, knattspyrnuliðsins sem á flesta stuðningsmenn á Íslandi. Ég er viss um að ég er ekki einn um það!

Ég var eitthvað að velta því fyrir mér hvort maður ætti að taka myndavélina með, er nokkuð vesen að fara með stóra myndavél og/eða bakpoka í stúkuna á vináttuleik í fótbolta?

boltinn