Örvitinn

Kjaftæði í Kastljósi, Bowen tæknin

Óskaplega leiðist mér þegar fjallað er um skottulækningar á jafn óábyrgan hátt og gert var í Kastljós í kvöld. Rætt er við einhvern heilara, hann tjáir sig að sjálfsögðu í frösum og svo er rætt við ánægða sjúklinga (í þessu tilviki foreldra). Engin tilraun er gerð til að skoða málið betur, t.d. með því að ræða við sérfræðinga.

Í kvöld var kynntur til sögunnar einhver andskoti sem læknar ungbarnakveisu með því að pota laust í börn. Mér finnst alltaf dálítið óhugnalegt þegar skottulæknar gera út á ungabörn en fólki finnst þetta eflaust bara sætt.

"Besta" setning umfjöllunarinnar var þegar hann var spurður hvort þetta væru ekki óhefðbundnar lækningar:

"...persónulega lít ég á nútíma lækningar sem óhefðbundnar, því þær eru svo ungar, hinar eru svo miklu eldri..."

Ég þoli ekki þegar skottulæknar gera lítið úr hefðbundnum lækningum með því að vísa í aldur skottulækninga. Það er bara svo ógeðslega heimskulegt.

Staðreyndin er að Bowen tæknin sem fjallað var um í Kastljós er kjaftæði.

skottulækningar
Athugasemdir

Davíð - 21/08/06 22:26 #

Ok. Þú segir að þetta sé kjaftæði, en rökstyður það ekki?

Matti - 21/08/06 22:28 #

Nei, nenni því ekki núna. Ætla að skrifa Vantrúarpistil upp úr þessu.

Tókstu annars eftir einhverjum haldbærum rökstuðning fyrir því að þetta virki í þættinum í kvöld?

Davíð - 21/08/06 22:34 #

Horfði ekki á þetta. Finnst bara fyndið þegar þú kastar svona hlutum fram. Ég held samt að þótt að þetta hefði verið læknir og hann hefði verið að útskýra einhverja aðferð sem hefði verið rannsökuð vísindalega, þá hefði ég ekki endilega skilið hans rökstuðning fyrir því að aðferðin myndi virka. Á ég að trúa honum bara af því að hann er læknir?

Matti - 21/08/06 22:35 #

Horfðu á þetta, það er vísun í færslunni.

Matti - 22/08/06 08:22 #

Á Vantrú er nú komin aðeins ítarlegri pistill um þessa umfjöllun um Bowen tæknina. Þar dreg ég fram nokkrar tilvitnanir í Margeir sem sýna að mínu mati ágætlega fram á að þetta er kjaftæði.

Ég hef lokað fyrir athugasemdir hér, vinsamlegast kommentið á Vantrú ef ykkur liggur eitthvað á hjarta varðandi þetta efni.