Örvitinn

Sveittur í eldhúsinu

Ég fæ nokkra góða gesti í kvöld. Er á fullu í eldhúsinu að undirbúa. Búinn að krydda lærin, skellti hvítlauk, ólivú olíu, basiliku, steinselju og smá dill í matvinnsluvél og tróð svo í og á kjötið. Búinn að sjóða bökuðu kartöflurnar sem ég grilla svo í bátum. Kjúklingabaunir eru tilbúnar fyrir hummus. Grænmetið fer svo allt beint á grillið, þarf bara að skera það niður á eftir og reyndar fylla einhverja sveppi. Semsagt nóg að gera.

Horfði á Liverpool leikinn í hádeginu, þetta mark hjá Daniel Agger var alveg þokkalegt!

Ég er alveg laus við þynnku þrátt fyrir ágætis átök í gærkvöldi. Var í fimmtudagsafmæli, Bergur bauð til stórskemmtilegrar veislu í Iðnó, fullt af fólki og afar góð stemming, frábær hljómsveit lék fyrir dansi, spilaði gyðingatónlist held ég.

Búinn að þrífa grillið. Það kæmi mér ekki mikið á óvart ef gasið klárast á eftir. Skiptir litlu máli, tekur ekki nema korter að sækja meira gas.

dagbók