Örvitinn

Vefritið Deiglan notar aftur mynd frá mér

Í þessari ágætu deiglugrein er mynd eftir mig (Skjáskot), tekin af síðu minni án heimildar (sem ég hefði eflaust veitt). Aftur.

Næst geri ég reikning, í þetta skipti sendi ég póst:

Góðan dag

Á skömmum tíma hefur Deiglan í tvígang notað ljósmyndir frá mér án heimildar.

Þrátt fyrir að það sé mikil upphefð að fá birtingu í þessu ágæta vefriti þætti mér vænt um að þið mynduð að minnsta kosti biðja um leyfi áður en þið takið myndir mínar, breytið þeim og birtið á síðunni.

Það er ljóst að myndirnar eru teknar af google eða annarri myndaleit. Um leið og slíkt er gert sést hvaðan myndin kemur og hver á hana. Það á ekkert að fara á milli mála að um ljósmyndir á vefnum gildir sami höfundarréttur og á öðru efni.

Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið erfitt að fylgjast með þessu á vefriti þar sem margir einstaklingar sjá um greinaskrif, en setjið endilega niður smá leiðbeiningar fyrir deiglupenna um meðferð ljósmynda af vefnum.

Í báðum þessum tilvikum hefði ég vafalaust veitt leyfi ef hefði ég fengið til þess tækifæri.

Nánar:
http://www.orvitinn.com/2006/08/29/09.31/ http://www.orvitinn.com/2006/07/28/21.36/

kv.
Matthías Ásgeirsson

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 31/08/06 21:09 #

Enn hefur ekkert svar borist við tölvupósti mínum.

Matti - 04/09/06 09:45 #

Jæja, fékk loks póst og veitti þeim leyfi til að nota þessar myndir. Flóknara var það ekki.