Örvitinn

Helgarveikindi

Fjandakornið, ég er enn jafn slappur og hitinn minnkar ekkert. Hvaða rugl er það að vera veikur um helgi!

Það er reyndar hálf furðulegt hve stórt hlutfall veikindadaga minna síðustu árin hefur annað hvort lent á helgi eða öðrum frídegi. Heilsufar mitt virðist vera dálítið kapítalískt.

heilsa
Athugasemdir

Már - 01/09/06 21:05 #

Ef ég þættist ekki þekkja þig betur, þá mundi ég halda að þú værir orðinn hjátrúarfullur. :-)

Matti - 01/09/06 21:11 #

Ég hugsaði það sama þegar ég skrifaði þetta :-)

En ætli þetta sé ekki bara valkvæm hugsun, þ.e.a.s. ég hef engin gögn varðandi þessa skiptingu og eflaust hafa veikindi mín raðast nokkuð rétt á vinnu- og frídaga. Aftur á móti er svo fúlt þegar maður verður veikur um helgi, ég tala nú ekki um ef maður verður veikur í jóla- eða sumarfrí, að maður man sérstaklega vel eftir því.

Reyndar held ég líka að það skipti máli að ég hef í gegnum tíðina ekki sleppt vinnu nema ég sé orðinn helvíti slappur, þannig að eflaust hef ég mætt óþarflega oft veikur í vinnuna um ævina.

Már - 01/09/06 21:32 #

Svo hefur heilinn+líkaminn þónokkra stjórn yfir því hvenær hann gefur undan og "játar" sig veikann, þannig að undir pressu (frá vinnu) þá heldur maður oft veikindunum frá, en svo þegar maður fær frí og slappar af þá er eins og gúmmíteygju sé sleppt og veikindin hellast yfir mann.

E.t.v. tengist þetta að einhverju leyti einhvers konar stresshormónum.

Og kannski er þarna líka á ferðinni flokkunarskekkja - þannig að þegar maður á frí, þá flokkar maður ákveðna líðan sem veikindi, sem á vinnudögum flokkast bara sem slappleiki.

...en allavega, batni þér fljótt og vel.