Örvitinn

Inga María í fimleikum

Inga María á leið í fimleikaInga María er í fimleikum þessa stundina . Fyrsti tíminn í dag.

Hún er búin að vera óskaplega spennt og fimleikar eiga vafalítið afar vel við hana enda hefur barnið óvenju góðar grófhreyfingar eins og það er kallað í leikskólanum. Fer í kollhnís, handahlaup og stendur á höndum eins og ekkert sé.

Ég hef reyndar dálitla fordóma gagnvart fimleikum. Finnst álagið á ungum krökkum stundum alltof mikið. Mér hugnast ekki nokkurra klukkutíma fimleikaæfingar á hverjum degi þegar hún verður orðin tíu ára. En þetta er það sem hún vildi prófa og við sjáum til hvernig gengur. Hún fer semsagt einu sinni í viku og æfir hjá Gerplu í Kópavogi.

Gyða sækir hana rétt bráðum. Það verður spennandi að heyra í henni hljóðið eftir fyrstu æfingu.

fjölskyldan
Athugasemdir

Gyða - 04/09/06 15:57 #

Fyrst að Matti gefur sér ekki tíma í veikindunum til að blogga þá segi ég bara frá því hvernig gekk í fimleikunum :-) Hún var rosalega glöð eftir tíman. Fannst mjög gaman af öllu held ég. Þau hoppuðu/gengu eins og hin ýmsu dýr froskar, kanínur, bangsagang osfrv Henni fannst handahlaupið ansi barnalegt :-) Sko þau áttu að setja hendurnar í sitt hvorn hringin sem var á gólfinu og þurftu ekkert nema rétt að lyfta rassinum. Barnið sem hefur farið í handahlaup lengi fannst þetta ekki alveg sér samboðið sko :-Þ En henni fannst þetta sem sagt rosa gaman og skemmtilegast var á trambolíninu

Már - 04/09/06 18:59 #

Glæsilegt. Við sendum Garp í fimleika hjá Ármanni síðasta vetur. Honum fannst það mjög gaman og planið er að hann haldi áfram núna í vetur.

...sem minnir mig á að ég þarf að fara að hringja og tékka á þeim. Vefurinn þeirra er alveg ónýtur.

Eva - 05/09/06 21:33 #

Það eru svosem engin lög að börn þurfi endilega að verða ólympíumeistarar þótt þau séu í íþróttum. Darri minn var í fimleikum á sínum tíma og hann æfði aldrei nema tvo tíma í viku. Að vísu er nánast engin samkeppni í drengjahópunum svo það er sjálfsagt meiri pressa á stelpunum.