Örvitinn

Rass eða munn

Vitið þið hver er aðal munurinn á rass- og munnmæli?

Bragðið!

Reyndar virðisti munurinn vera ein gráða.

Ég mældi mig með rassmæli í kvöld. Hef síðustu daga gert ráð fyrir að leggja ætti hálfa gráðu við hitann sem munnmælir gefur til að fá réttan hita. Í kvöld sagði rassmælir 38.8° en munnmælir 37.8°, ég hef því líklega verið með meiri hita en ég hélt síðustu daga.

Ákvað að skella mér á Læknavaktina Smáratorgi eftir þá niðurstöðu, er orðinnn leiður á þessu ástandi. Lýsti einkennum mínum eða skorti á þeim fyrir lækninum,enginn hósti, ekkert kvef, engin hálsbólga og svo framvegis. Hann hlustaði mig, kíkti í kokið og tók blóðprufu, gerði eitthvað test. Niðurstaðan úr því var innan marka. Líklega er þetta veirusjúkdómur og ekkert við því að gera nema bíða 1-2 daga. Ef hitinn verður ekki farinn þá læt ég kíkja á þetta aftur.

Mér leiðist dálítið að fara til læknis sem segir mér að ég sé veikur, það var það eina sem ég vissi, ég vil að læknir láti mig fá einhverjar töfrapillur sem lækna mig :-)

Fékk mér tvær paratabs þegar ég kom heim og í stað þess að vera með kuldahroll sit ég í svitakófi.

ps. ætli það sé eitthvað sjúkt fólk þarna úti sem hélt að þetta væri klámfenginn pistill :-P

heilsa
Athugasemdir

Matti - 05/09/06 09:53 #

Ætli þetta sé geimveirusjúkdómur :-) Hlýtur að vera enda frekar dularfullt ástand.

Pétur Björgvin - 05/09/06 16:22 #

Held að þú sért bara með ímyndunarveiki (-: Vona að ég hafi ekki smitað þig, því þær ímyndir sem ég geng með í kollinum eru að mín mati bráðsmitandi en þú ættir að vera bólusettur gagnvart þeim.

Láttu þér batna frændi!

Jón Magnús - 05/09/06 21:29 #

Í síðust viku (þegar ég var veikari ;)) var mútta að reyna fá mig til að fara til læknis - ég þverneitaði því ég nenni ekki fá svarið "þú ert veikur - bíddu í 2-3 daga". Maður getur sagt sér svona fréttir sjálfur.