Örvitinn

Mýturnar um 11. september

Í tilefni dagsins mæli ég með síðunni 911 myths til mótvægis við allt kjaftæðið sem er á netinu um þessa atburði.

Gerið mér greiða, ef þið rekist á samsæriskenningar í dag, bendið fólki þá á síðuna 911myths.

samsæriskenningar vísanir
Athugasemdir

Einar Örn - 11/09/06 10:18 #

Jamm, meira að segja Mogginn birtir í dag grein þar sem efast er um að Al-Quaeda sé til og staðhæft að fréttirnar um meintar árásir á flugvélar frá Heathrow hafi verið uppspuni til að snúa almenningsálitinu Bandaríkjamönnum í hag!

Einar Örn - 11/09/06 10:20 #

Já, nota bene - þetta var aðsend grein. Mogginn er líka farinn að birta greinar eftir Elías Davíðsson, sem var lengi í banni hjá blaðinu. Nokkuð athyglisvert.

Matti - 11/09/06 11:17 #

Ég þarf að kíkja á Moggann.

Auðvitað geta menn fært fyrir því einhver rök að Al-Quada séu ekki til sem formleg samtök, með höfuðstöðvar og lögformlega stjórn, ég nenni yfirleitt ekki að þrátta um slíkt. Heathrow málið þekki ég ekki nægilega vel, hef lítið af því frétt undanfarið. En það er náttúrulega alltaf þannig að þegar menn eru stöðvaðir áður en þeir fremja hryðjuverk munu alltaf koma upp sögusagnir um að þeir hafi ekki ætla að fremja neitt hryðjuverk.

Það var vissulega stórmerkilegur áfangi að Elías Davíðsson fékk birta lesendagrein í Mogganum. Verst að grein hans var bara sama kjaftæðið og hann hefur áður haldið fram á ótal stöðum um samsærið stóra í kringum 11. september. Ekkert mun sannfæra hann um annað en að þarna sé samsæri CIA í gangi, því miður.

Wikipedia færslan um Al-Qaeda virðist nokkuð ítarleg.

Matti - 11/09/06 22:49 #

Þátturinn um Al-Qaeda á RÚV í kvöld var afskaplega áhugaverður.