Örvitinn

fundunum lýkur með bæn

Mannslífum fórnað fyrir fífldirfsku og leikaraskap

Á fundunum verða flutt stutt erindi fólks sem hefur upplifað það áfall sem fylgir alvarlegum umferðarslysum. Enn fremur munu lögreglu- og sjúkraflutningamenn lýsa reynslu sinni af vettvangi auk þess sem samgönguráðherra flytur þjóðinni ávarp sitt í Reykjavík. Stutt tónlistaratriði verða á milli erinda og öllum fundunum lýkur með bæn.

Sjá einnig á heimasíðu Umferðarstofu

Hvað get ég sagt?

efahyggja
Athugasemdir

Davíð - 13/09/06 17:38 #

Er bæn endilega kristið fyrirbæri?

Matti - 13/09/06 17:41 #

Nei, en bæn er í öllum tilvikum trúarlegt fyrirbæri. Þegar bænin fer fram í kirkju Þjóðkirkjunnar er hún næstum því örugglega kristið fyrirbæri.

Ertu bara að kommenta útaf því að ég flokkaði þetta undir kristni en ekki efahyggja ?

Best að breyta því svo maður þurfi ekki að standa í stappi um aukaatriði og fólk geti einbeitt sér að því að réttlæta bænaiðkun á vegum Umferðarstofu.

Sigga Magg - 13/09/06 18:09 #

Bænin má aldrei bresta þig.

Matti - 13/09/06 18:56 #

"lykill er hún að drottins náð"

Spáið í þessum þankagangi, fólk þarf að fara á skeljarnar og væla í drottni til að hljóta hans náð.

Ætli það sé pæling Umferðarstofu? Að fólk fari á hnén og biðji fólk um að leyfa sér að lifa aðeins lengur?

Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.

Sorp.