Örvitinn

Verðlagning Nikon á Íslandi

Ég rakst á heimasíðu Nikon verslunar í London í kvöld og dundaði mér við að skoða verð hjá þeim. Ákvað að gera óformlegan samanburð á verðlagninu á Nikon vörum hér á landi, í Bretlandi og í Svíþjóð. Ég nota gengið 132.- á pundið og 9.66 fyrir sænsku krónuna. Ákvað að kíkja einnig á sænska netverslun þar sem Nikon á norðurlöndum er í Svíðþjóð og viðgerðarþjónstuan fyrir Ísland er þar, það þarf semsagt að senda Nikon vélar til Svíþjóðar í viðgerð og væntanlega eru vélarnar sem hér eru seldar fluttar inn frá Svíþjóð. Ég hef ekki hugmynd um hve áræðanleg þessi sænska verslun er, fann hana með google. Breska verslunin er virðuleg og miðsvæðið í London, afar traustir aðilar að því ég fæ best séð. Verð Cyperphoto eru án vsk úti en með 24.5% íslenskum virðisaukaskatti, ég dreg breska virðisaukaskattinn af og legg þann íslenska við. Ég geri ekki ráð fyrir flutningskostnaði í þessum samanburði, en ef vörur væru pantaðar að utan má gera ráð fyrir svona 10.000.- í kostnað, ég geri fyrir að það sé nokkuð rúmlega áætlað.

Verð í Bandaríkjunum eru yfirleitt töluverð lægri en í Evrópu en samanburður við það er ekki sanngjarn gagnvart Ormsson þar sem þeir kaupa ekki inn á sama verði. Aftur á móti ætti þessi samanburður að vera sanngjarn, ég sé a.m.k. ekkert í fljótu bragði sem gæti skýrt þennan verðmun.

VaraWestminster+/- vsk 1CyberphotoOrmsson
Nikon D2Xs body£2,949.00414.221 kr481.019 kr549.500 kr 2
Nikon D200£1,069.00150.153 kr152.991 kr209.900 kr
Nikon D200 Kit
+18-70mm AF-S DX
£1,249.00175.436 kr182.757 kr239.900 kr
D80 body£599.0084.136 kr93.808 kr--3
Nikon D50 Kit
+ 18-55mm
£449.0063.067 kr62.057 kr99.900 kr 4
Nikon 50m 1.8 linsa£15516.153 kr12.892 kr22.900 kr
Nikon AF-GS
12-24mm DX linsa
£70599.025 kr107.711 kr105.900 kr

  1. Mínus 17% breskur vsk + 24.5% ísl vsk
  2. Ég er ekki viss um að Ormsson sé með D2Xs, held þetta sé eldri týpan D2X
  3. Það er ekki komið verð á D80 hjá Ormsson, ég giska á 120-130þ f. body.
  4. Það kemur ekki fram á síðu Ormsson hvaða linsa fylgir vélinni, en 18-55 fylgir með í venjulega D50 pakkanum.

Verðmunurinn á linsum er jafnvel meiri en 12-24 linsan er á óvenjulega góðu verði hér á landi. Ekki veit ég hvaða skýring er á því, ætli það verði ekki búið að hækka verðið á henni um 50.000 eftir helgi :-)

græjur