Örvitinn

Skýrsla dagsins

Meðan ég man. Þau voru tvö á yngsta árinu sem fóru ekki í kirkjuna, Kolla og einn strákur. Eldri krakkarnir fóru ekki þannig að það var nóg af krökkum á svæðinu.

Kolla og þessi strákur léku sér saman, það var engin "dagskrá" fyrir þau sem ekki fóru.

Þegar hinir krakkarnir komu til baka þorði sá sem Kolla talaði við (strákur í hennar bekk) ekki að segja henni hvað gerðist í kirkjunni!

fjölskyldan
Athugasemdir

Eva - 15/09/06 10:44 #

Þorði hann ekki??? Getur verið að hann kunni bara illa að tjá sig eða þá að það hafi ekki verið frá neinu að segja?

Eða verður pabbi hennar Kollu svo stjörnuvitlaus ef er minnst á trúmál að börnin í bekknum hafa verið vöruð við því að nefna Gvuð eða Jesúss á nafn í eyru hennar?

Ég man eftir kennara sem umturnaðist ef einhver nefndi "ljóta kallinn". Sá hugrakkasti í bekknum hvíslaði einu sinni "helvís, djös, anskodans" upp í horn í frímínútunum. Ég var skotin í honum lengi á eftir.

Matti - 15/09/06 10:51 #

Hehe, ég hef ekki hugmynd hvað stráknum gekk til, Kolla orðaði þetta bara svona, "hann þorði ekki að segja mér það", þegar ég spurði hvað hinir krakkarnir hefðu gert í kirkjunni, hvort hún hefði eitthva spurt. :-)

Pabbi hennar Kollu er varla alræmdur meðal krakkanna og passar sig nú á því að æsa sig ekki mikið í kringum börnin sín - og þau eru ekki enn farin að lesa bloggið hans :-)

Kolla hefur undanfarið verið voðalega dugleg að spyrja hina og þessa krakka hvort þau trúa á Gvuð og tilkynna að hún geri það ekki. Ég var eitthvað að spá í að spjalla við hana um þetta, stöðva þetta framferði, en við ákváðum að þetta væri allt í lagi. Hún er vinaleg og mannblendin þannig að við höfum engar áhyggjur.

Sigga Magg - 15/09/06 18:31 #

Tók Kolla þá ákvörðun sjálf að trúa ekki á Guð?

Matti - 15/09/06 20:11 #

Já og nei.

Sævar Helgi - 15/09/06 20:23 #

Og jafnvel þótt hún hefði ekki tekið sjálf ákvörðun um að trúa ekki á guð, hvað er aftur eiginlega verið að vilja með börn í kirkjur?

Sjáið fyrir ykkur heimsókn sex ára barna í Valhöll. Þar tekur á móti þeim virðulegur jakkafataklæddur maður sem augljóslega er hátt settur því uppi á vegg hangir mynd af honum og öðrum sem gengt hafa svipaðri stöðu. Annars staðar í húsinu er að finna svarta bók sem allir krakkarnir lesa úr til að fræðast um gildin sem þessi söfnuður hefur fram að færa. Þessi maður er augljóslega mjög góður enda talar hann fallega til barnanna og gefur þeim að lokum lítið kver um það sem þarna fer fram.

Mér finnst þetta bara vera eins. Heimsókn í kirkju er lítið betri en heimsókn í Valhöll eða heimsókn til einhvers annars stjórnmálaflokks. Barnatrúboð er bara ógeðfellt í mínum huga.

Eva - 16/09/06 12:10 #

Lítil börn taka ekki sjálfstæða ákvörðun um það hverju þau trúa. Börn mótast af foreldrum sínum. Það stendur svo upp á foreldrana að kenna þeim gagnrýna hugsun svo þau verði fær um að tileinka sér ný viðhorf síðar eða staðfesta þau sem þau fengu að heiman á betri forsendum.