Örvitinn

Jeppakarl

Mér fannst ekki leiðinlegt að aka yfir lækjarsprænur á laugardaginn.

ég að jeppast yfir á

myndir
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 17/09/06 22:03 #

Til hamingju! Hvert var förinni heitið? eða var bara keyrt yfir sprænuna fram og aftur... ;) flottur ís þarna á bak við.

Matti - 17/09/06 22:07 #

Við ókum upp að Þórsmörk en fórum reyndar ekki alla leið að Básum, okkur leist ekkert á síðustu sprænuna :-)

Þessi mynd er tekin á bakaleiðinni, þetta er við göngubrú og lón, veit ekki hvað staðurinn heitir :-) Við vorum bara að rúnta í góða veðrinu á laugardag þar sem við gistum undir Eyjaföllum um helgina.

Tryggvi R. Jónsson - 17/09/06 22:49 #

Já, þetta er lónið þar, ég fór neðri leiðinni þegar ég fór þarna í sumar. Þið hafið ekki bara rölt inn í Stakkholtsgjá í staðinn?

Matti - 18/09/06 09:51 #

Við snerum við og fórum í berjamó skammt frá.

Við eigum örugglega eftir að aka oftar í Þórsmörk. Næst verðum við fyrr á ferðinni svo minna sé í ánum og reynum að vera með einhverju vönu jeppafólki. Þetta er ósköp lítið mál ef fólk veit hvað það er að að gera, en við tókum enga sénsa þar sem við kunnum lítið á þetta.

Már - 18/09/06 10:30 #

Mér finnst að þú hefðir átt að velja fyrstu myndina af jeppanum á leið ofan í lækjarsprænuna. Myndbyggingin er ívið skemmtilegri, ísinn í bakgrunninum magnaðri, og svo er óvissu mómentið þegar bíllinn fer ofan í vatn alltaf svo magnað. :-)

Matti - 18/09/06 10:33 #

Það er rétt, mér lá bara svo á að setja eitthvað inn að ég skellti fyrstu myndinni sem ég vann á bloggið. Svo fór ég í að vinna restina af myndumum.

Tryggvi R. Jónsson - 18/09/06 15:22 #

Fín syrpa ;) ég fór þetta einmitt í sumar í fylgd manneskju sem er þrælvön og þá var mjög lítið í sprænunum en maður vildi samt hafa ...e.. vaðið fyrir neðan sig! Steinholtsá og Hvanná (minnir mig að þeir heiti) geta samt verið farartálmar ef mikið er í þeim... En það er gaman af þessu busli ;)