Örvitinn

Helgin

Helgarskýrslan er svona:

Eftir 9-10 tíma svefn vaknaði ég frekar snemma á laugardag. Horfði á Liverpool leikinn meðan Gyða stóð í stappi við að koma stelpunum í sitthvora afmælisveisluna. Þetta var fínn leikur.

Áður en stelpurnar fóru af stað tók ég myndir.

Inga MaríaKolbrúnGyða

Ég sótt Kollu svo í afmælisveislu sem var í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Klukkan fimm fór ég í fínan innibolta. Þar var enginn skortur á stórtilþrifum!

ÁsthildurStrax eftir boltan brunaði ég í Hafnafjörð þar sem var kvöldmatur í tilefni sjö ára afmælis Ásthildar. Ásmundur og Harpa buðu upp á afar gott lasagna og jafnvel betri súkkulaðiköku. Ég tók fáeinar myndir í boðinu.

Sunnudagurinn hófst í leti en um daginn réðumst við í tiltekt í bílskúrnum. Ég fór með tvo bílfarma á Sorpu og slatti af dóti fór til foreldra minna. Þau ætla svo að sækja rest í dag og þá verður bílskúrinn orðinn helvíti fínn. Um kvöldið var læri hjá foreldrum mínum í Mosfellsbænum. Þau eru búin að koma sér vel fyrir í nýja húsinu.

dagbók