Örvitinn

"Siðfræði er guðfræði"

Hvað er hægt að kalla fólk sem sendir svona bull frá sér?

"Siðfræði er guðfræði".

Jú, það er hægt að kalla svona fólk presta og guðfræðinga.

Siðfræði. Er. Guðfræði.

Prestar virðast afar margir pikkfastir í þeirri ranghugmynd að yfirnáttúrutrú sé forsenda siðferðis og siðfræði. Svo lítur fólk á þetta prestalið sem eitthvað átorítet í siðferðilegum málum. Ég meina, hugmyndin um að hindurvitni séu forsenda siðferðis er auðvitað gjörsamlega siðlaus ef maður spáir í því.

kristni
Athugasemdir

Bragi - 29/09/06 18:08 #

Þarna virðast menn ekki geta skilið appelsínuna frá eplinu. Þrátt fyrir að kristin guðfræði hafi haft áhrif á þróun siðfræðinnar þá var siðfræðin löngu til komin áður en fígúran var krossfest. Kristnir Benediktusarmunkar voru duglegir ásamt öðrum að rannsaka Aristóteles og siðfræði hans enda er kristin siðfræði nánast algjörlega byggð á þeirri siðfræði. Þannig að Guðfræði er bara guðfræði og siðfræði er siðfræði þrátt fyrir að sömu menn og praktisa guðfræði hafi snert á hugmyndinni um rétt og rangt.

Svo legg ég til að efnamiklir menn taki sig saman og bjóði í Þjóðkirkjuna til kaups af ríkinu. Mér sýnist rekstur hennar ekki vera til mikils sóma enda sér maður að mannaráðningarnar eru oft á tíðum út í hött. Tel að þarna sé tækifæri á fyrirtæki með mikla útrásarmöguleika.

Birgir Baldursson - 29/09/06 18:55 #

Ég er til í að kaupa hana. Kirkjan á feiknin öll af jörðum, t.d. allt landið undir Garðabæ og ég er sem kaupandi til í að láta það allt af hendi sem greiðslu fyrir hnossið. :)