Örvitinn

Mannmergð á Þingvöllum

Jeppi ekur yfir brúVið fórum til Þingvalla í dag ásamt Evu, Einari, Badda, Sirrý og börnum. Fleiri hafa fengið sömu hugmynd í góða veðrinu því það var fullt af fólki á svæðinu. Ekki eitt bílastæði laust við þjónustumiðstöðina þegar við mættum og lagt upp við vegarkant stóran part vegarins að hótelinu.

Við röltum dálítið um svæðið og komum okkur að lokum fyrir á góðum stað gegnt kirkjunni þar sem pylsur voru grillaðar og blíðunnar notið. Litlu stelpurnar dunduðu sér við að tína og borða ber en fullorðna fólkið lá á teppi. Afskaplega huggulegt.

Ég tók nokkrar myndir.