Örvitinn

Rúntað um herstöðina

Í dag kom ég í herstöðina á Miðnesheiði í fyrsta skipti. Á bakaleiðinni villtist ég viljandi og ók góðan hring um svæðið.

Þetta er ansi magnað. Vissulega draugabær, fullt af nýlegum húsum og barnaleiktækjum fyrir utan.

Ég dauðsá eftir að hafa skilið myndavélina eftir í vinnunni. Hélt ég væri að fara annað!

dagbók
Athugasemdir

Gunnar - 02/10/06 19:51 #

Er allt bara galopið þarna?

Matti - 02/10/06 19:52 #

Neinei, maður þarf að sýna skilríki og eiga erindi til að komast inn á svæðið. Ég var að fara á fund hjá ÍAV sem eru með skrifstofur á svæðinu.

Á svæðinu er slatti af eftirlitsbílum og eitthvað var af fólki á ferðinni, en við gátum svosem ekið um svæðið án þess að einhver gerði athugasemd við það. Veit ekki hvort einhver hefði stoppað hefðum við farið að rölta um og taka myndir.

Gunnar - 02/10/06 19:55 #

doh, fúlt :| Hélt þetta væri orðið íslenskt landssvæði...