Örvitinn

Óumbeðið ríbút

Það er dálítið þreytandi til lengdar þegar vinnutölvan tekur upp á því að endurræsast án þess að maður hafi beðið um það sérstaklega. Það er eitthvað frekar óþægilegt við upplifunina þegar maður er að pikka og skyndilega slökknar á tölvunni.

Líklega þarf ég að biðja Krissa um að skipta um netkort, sýnist líklegt að vandinn liggi þar. Tja, nema hvað, nýlegar tölvur eru yfirleitt ekki með netkort heldur nettengi á móðurborði!

tölvuvesen