Örvitinn

Sumt líð ég ekki

Síðustu daga hef ég grætt tvo fullorðna karlmenn á netheimum og einn augliti til auglits.

Fyrri tveir eru broslegir, ganga hart fram í fjölmiðlum en væla þegar á þá er gengið. Sá þriðji grætti dóttur mína með afar slökum vinnubrögðum. Það mun ég aldrei líða. Því ákvað ég að mæta honum og lesa honum pistilinn. Ég hækkaði aldrei róminn, ég steytti ekki hnefa. En ég lét hann heyra það og samþykkti ekki lélegar tilraunir hans til að afsaka gjörðir sínar eða koma sök á aðra. Ég mun ekki fjalla nánar um málið hér.

Ég verð kannski reiður þegar menn segja ósatt um mig og félaga mína í fjölmiðlum "ýkja" og skrumskæla málflutning okkar, en það er ekkert samanborið við þær tilfinningar sem brjótast um þegar börnin mín þurfa að líða fyrir asnaskap annarra.

Ég vona að einhverjir geti lesið umdeild skrif mín um leikskólaprest í því ljósi, sérstaklega þeir sem eiga börn (nei, ég var ekki að skamma Séra Bolla í dag). Prestsmenntun virðist reyndar draga verulega mikið úr getu manna til að skilja þetta en aðrir geta vonandi lesið þau skrif í því ljósi.

dagbók leikskólaprestur