Örvitinn

Postullega trúarjátningin

Þetta er þulið í kirkjum landsins ansi reglulega, þjóðkirkjuprestar leiða þuluna.

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Spurt er (í fullri alvöru). Hefur þessi játning einhverja merkingu eða er þetta bara skrípaleikur? Ætli prestarnir meini eitthvað með þessu - eða er þetta bara ljóð, svipað og sköpunarsögurnar?

Ætti þetta kannski að líta svona út:

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Ég bara spyr!

kristni
Athugasemdir

Arngrímur - 11/10/06 11:40 #

Menn eru sumsé hættir að tala um upprisu holdsins?

Matti - 11/10/06 11:46 #

Jamm, þetta er ný þýðing sjá t.d. hér

"Holdsins" var skemmtilegra, því er ekki hægt að neita. Hvernig er það, stenst þessi nýja þýðing eða er þetta bara hentugra fyrir kirkjuna?

Óli Gneisti - 11/10/06 11:59 #

Ætli þeir hafi ekki orðið leiðir á öllum bröndurum 13-14 ára stráka um holdið upprisið.

Árni Þór - 11/10/06 12:02 #

Útstrikunin er skemmtileg, held hún sé nærri lagi hjá allmörgum. Væri sniðugt að gera lítið form með sundurliðaðri trúarjátningunni þar sem fólki gæfist tækifæri til að merkja við (trúi, trúi ekki) og fengi einkunn að því loknu. "Hversu sannur þjóðkirkjumaður ertu?" :)

Stebbi - 11/10/06 13:49 #

Af hverju er ekkert um erfðasyndina í trúarjátningunni? Fyrir hvað var Jesú að deyja ef hún er ekki í "það helsta" pakkanum? Er ég kannski að misskilja eitthvað?

Hjalti Rúnar - 11/10/06 15:18 #

Af hverju er ekkert um erfðasyndina í trúarjátningunni? Fyrir hvað var Jesú að deyja ef hún er ekki í "það helsta" pakkanum? Er ég kannski að misskilja eitthvað?

Það er fjallað um "upprunasyndina" í höfuðjátningu lútherskra manna, Ásborgarjátningunni:

Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda. #

Vésteinn Valgarðsson - 12/10/06 00:44 #

Ég held reyndar að það megi strika yfir meira í lokin:

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Halldór E. - 12/10/06 13:55 #

Hugmynd Árna Þórs er snilld. Má ég nota hana ef þið gerið það ekki sjálfir!

Matti - 12/10/06 13:58 #

Það er verið að útfæra þetta :-)

Halldór E. - 12/10/06 14:34 #

Ég var að útfæra þetta sem kennsluefni í fermingarfræðslu og það er tilbúið til kirkjudreifingar á pdf, en ég hyggst bíða eftir ykkar útfærslu.

Ég held að það lýsi því vel hvernig Heilagur Andi vinnur sitt verk, að hugmynd Árna Þórs skuli kalla fram aðgerðir bæði hér hjá mér og þér. :-)

En það verður gaman að sjá útfærsluna ykkar :-)

Annars held ég að Vésteinn hafi rétt fyrir sér að hugmyndin um heilaga almenna kirkju og samfélag heilagra sé ekki mjög sterk í trúarheimi fólks.

Matti - 12/10/06 14:38 #

Það er verið að vinna í vefútgáfu af þessu, þar sem fólk getur hakað við þetta á skjá og fengið einhverja niðurstöðu.

Varðandi yfirstrikun, þá er það rétt, ég var full spar á strikin. Fannst þessi síðustu atriði frekar loðin.

Árni Þór - 12/10/06 15:40 #

Gott að þér líst á hugmyndina Elli. Ég er undir Heilagri Andagift núna að leira þetta saman.. :)

alli - 03/03/08 20:25 #

Trúar´játning Islam trúar manna er bar Ala er mestur Ala er mestur M úhameð er senndi boði hanns og eingin er guð nema Ala