Örvitinn

Vonlaus símasala, síendurtekin

"Er þetta Matthías?"
"Já"
"Sæll, Ég heiti X og hringi frá Hive"
"Ég er með ADSL tengingu á kostnað vinnuveitanda"
"Já, þakka þér fyrir - bless".

Vandamálið er að símtalið kostar þá svo lítið að það tekur því ekki fyrir þá að haka við nafnið mitt: x er með ókeypis internet tengingu

dagbók
Athugasemdir

Haukur H. Þ. - 13/10/06 22:01 #

Haha!

Fékk ALVEG eins símtal frá þeim fyrir 3-4 dögum síðan og það var einmitt líka í annað skiptið á tiltölulega stuttum tíma.

En mikið er gott samt að geta sagt að maður sé með nettengingu frá vinnuveitanda, þá gefast þeir strax upp og kveðja :)

-DJ- - 13/10/06 22:55 #

Hvað segirðu um þetta:

"Halló, er þetta X?"
"Já"
"Sæll, hefurðu heyrt um mömmu.is?"
"Já. Mamma mín er reyndar nýlega látin, ég efast um að það sé tímabært fyrir mig að fá mér nýja"
"Ó, afsakaðu ónæðið, bless bless"

Matti - 19/10/06 19:50 #

Hive hringdi aftur rétt áðan. Gyða var fljót að enda það símtal.