Örvitinn

Það sem ég vildi sagt hafa um leikskólaprest

Stundum rekst maður á skrif sem komast að kjarna málsins. Þetta finnst mér þarft innlegg í umræðuna um leikskólaprest

Það er eitt einkenni á manneskjunni, sem hefur þá birtingarmynd að hún neitar að sjá og viðurkenna þegar hún hefur gengið of langt eða hefur rangt fyrir sér.

Auðvitað er þetta málið. Presturinn getur bara ekki séð að það er alls ekki viðeigandi að stunda kristniboð* í leikskólum. það er náttúrulega alltof langt gengið. Kristniboð er skárra í sunnudagaskóla (þó mér þyki hugmyndin ógeðfelld er fólk að láta heilaþvo eigin börn þar, ekki annarra) en alls ekki í opinberum leikskólum. Það gengur ekki upp að þau börn sem ekki eiga að ganga undir kristniboðið séu tekin til hliðar, slíkt er ekkert annað en ávísun á einelti og ekki hægt að leggja á nokkurt foreldri að taka ákvörðun um það. Auðvitað velur foreldri frekar óviðeigandi kristniboð heldur en hættu á einelti.

*Þetta er orðið sem leikskólapresturinn notar sjálfur til að lýsa því sem hann gerir á leikskólum. kristniboð

leikskólaprestur
Athugasemdir

Óli Gneisti - 16/10/06 01:23 #

Þetta er ágætlega orðað og lýsir leikskólaprestinum ákaflega vel.

Matti - 16/10/06 08:10 #

Jamm, manneskjan sem þetta skrifar hefur einkar góða innsýn í þankagang leikskólaprests auk þess að hafa væntanlega fræðilegar forsendur til að skilja eðli kristniboðs.

Leikskólakennari - 30/11/07 17:55 #

"Það er eitt einkenni á manneskjunni, sem hefur þá birtingarmynd að hún neitar að sjá og viðurkenna þegar hún hefur gengið of langt eða hefur rangt fyrir sér." Hehe. Já vel orðað. Right back attcha :)

Kalli - 30/11/07 20:13 #

Mjög sniðugt. En hver er það sem þetta á við og af hverju?

Matti - 30/11/07 20:36 #

Tilvitnunina tók ég af bloggi eiginkonu leikskólaprests. Hún var semsagt að skrifa um mig.

Kalli - 30/11/07 20:50 #

Reyndar var ég nú að spyrja leikskólakennarann. Það getur verið gaman að bregða fyrir sig tilvitnunum en stundum finnst mér að fólk þurfi líka að benda á hvernig þær eiga við.

Hugsanlega á kennarinn við að þú, Matti, hafir gengið of langt þegar þú vilt, ef mér skjátlast ekki, að farið sé að landslögum og Barnaverndarsáttmála Sameinuðu þjóðanna í leikskólum og skólum landsins.

Matti - 30/11/07 20:54 #

Jamm, mig grunaði það.

Vafalítið hef ég stundum gengið of langt - en ég á það líka til að játa það - ólíkt leikskólapresti.